Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 35
sóttar fer að gæta hér á landi að nokkru ráði, skuli læknar eiga vol
á öðru eins lyfi og súlfanílamíði við veikinni. Því er það vafalaust að
þakka, að einungis 1 sjúklingur af 14 lét lífið. Þó er þar með ekki öll
sagan sögð, því að eftirstöðvar veikinnar eru iðulega geigvænlegar.
Þannig er kunnugt um 2 sjúklinga á þessu ári (unga drengi), sein
misstu fyrir fullt og allt alla heyrn.
Lælcnar láta þessa getið:
Rvík. Á þessu ári sýktust 5 sjúklingar hér i Reykjavík, sá fyrsti
seint í ág'úst, annar snemma í september, 2 í nóvember og sá fimmti í
desember. Leitað var að sýklaberum, en án árangurs.
Ólafsvikur. 3 tilfelli á sama heimili í Ólafsvík, faðir og 2 dætur,
önnur 6 en hin á 1. ári. Yngri telpan dó, en hin 2 komúst til góðrar
heilsu. Óvísl er, hvaðan smitun hefir borizt, en frá þessum 3 sjúk-
lingum smitaðist enginn, enda voru þeir vandlega einangraðir.
Isafj. 38 ára gamall karlmaður veiktist af þessum sjúkdómi, fékk
dagenan og' batnaði.
Blönduós. Heilasótt sá ég nú í fyrsta sinn á ævinni, það ég til veit.
Fékk hana lautenant í enska setuliðinu hér og var mjög þungt haldinn
með stöðug' uppköst og óráð. Ég hafði ekki dagenan til inndælingar og
sprautaði hann því með prontósíl. Dró við það svo úr ofsa veikinnar
og uppköstunum, að ég' gat farið að gefa honiim dagenanið inn og
liafði það tilætlaðan árangur.
Akureyrar. í nóvembermánuði fékk rúmlega tvítugur bílstjóri á
Hjalteyri þennan sjúkdóm. Hann veiktist mjög snögglega og' þúngt,
en með stórum skömmtum af M & B 693 tölum, tókst að bæta hon-
um algerlega sjúkdóminn, þótt það tæki langan tíma. Þéss má geta,
að 2 af hinum ensku hermönnum höfðu fengið sjúkdóm þennan síð-
ara hluta októbermánaðar, en munu báðir hafa veikzt vægt og báðir
lifað. Bílstjórinn, sem fyrr um getur, vann hjá liinu erlenda setuliði,
en þó tókst ekki að rekja smitunina til þeirra tveggja tilfella, sem
áður g'etur.
Mýrdals. Piltur 14 ára tók sjúkdóminn rétt undir áramótin. Smitun
líklega frá setuliðinu, sem drengurinn umgekkst mikið. Veikin byrj-
aði snögglega, og um tíma var áberandi trismus. Mænuvökvi tær, var
sendur Rannsóknarstofunni, en men.ingókokkar fundust ekki. Piltur-
inn fékk M & B 693 inn í vöðva og síðan per os, og auk þess voru
gerðar nokkrar mænustungur. Batnaði vel.
24. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl......... 85 91 10 28 30 17 9 20 8 21
Er getið í 4 liéruðum, en faraldur einkum í 2 þeirra (Bíldudals og
Svarfdæla).
Læknar lála þessa getið: