Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 96
Guðmundur Hraundal, tannsiníðar í Stykkishólmi, Ólafsvík og
Hólmavík, ca. % mánuð á hverjum stað (3. júní).
Baldur Óli Jónsson, tannsmíðar á Austfjörðum (4. júni).
Matthías Hreiðarsson, almennar tannlækningar (30. október).
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Tðflur XVII—XIX.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
50 alls eða 1 fleiri en á síðast liðnu ári. Hafði 1 sjúkraskýli með 5
rúmum bætzt við á árinu, á Bíldudal, en í árslok eru þau aftur orðin
49 eins og í árslok árið fyrir, með því að Holdsveikraspítalinn í
Laugarnesi var á miðju ári hernuminn af hinu brezka setuliði og
sjúklingarnir fluttir þaðan í Kópavogshælið, sem lagt var niður sem
berklaspítali.
Rúmafjöldi hinna 50 sjúkrahúsa telst 1223, og koma þá 10,2 rúm á
hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 43 með samtals 725
rúmum, eða 6,0%e, og hefir fjölgað um 5 rúm. A heilsuhælum eru
rúmin talin 281 á miðju ári, eða 2,3%c, en í árslok 257, eða 2,1%C.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Eins og áður er það alvarlegt mál, hve miklum erfiðieikum
það er oftast bundið að koma sjúklingum hér í sjúkrahús, jafnvel
þótt fárveikir séu og með bráða sjúkdóma. Stundum verða sjúklingar,
sem þarfnast handlæknisaðgerða, að biða vikum sainan eða jafnvel
mildu lengur eftir því að komast að í sjúkrahúsunum.
Borgarnes. Sjúkrahús er hér. ekki til, og oft er það mjög miklum
vandkvæðum bundið að koma fyrir sjúklingi, sein þ'arf að vera undir
læknis hendi. Lítill sjúlcraskýlissjóður er til, og verður vonandi bvggt
sjúkrahús, þeg'ar ástandið batnar aftur.
Stijkkishólms. Aðsókn að sjúkrahúsinu var nokkru meiri þetta ár
en árið á undan. Enn fremur voru hér 30 börn á vegum Rauðakross
íslands um tveggja mánaða skeið siðast liðið sumar. Voru þau ölt
úr Rvík. Auk þess nutu 42 ljósa við ýmsum kvillum. 35 röntgen-
myndir voru teknar og 60 gegnlýsingar gerðar.
Patreksff. 78 gegnlýsingar og 1 mynd tekin. Ljóslækninga nutu 76
sjúklingar.
Flateyrar. Sjúkraskýlið rak ég með svipuðum hætti og undanfarin
ár. Legudagar voru með fæsta móti, meðfram vegna þess, að nú eru
engir útlendingar.
Ögur. Sjúkraskýlið starfrækt á árinu eins og að undanförnu og að-
sókn með mesta móti, þótt öllum sjúklingum, sem þurftu ineira háttar
aðgerða við, væri visað á sjúkrahús ísafjarðarbæjar.
Regkjarff. Sjúkraskýlið ekki starfrækt vegna legu þess og kostn-
aðar. Hefi heldur kosið að taka sjúklinga inn á heimili mitt.
Hólmavíkur. Gólfdúkar endurbættir í sjúkrahúsinu. Mæld út lóð
handa sjúkrahúsinu með stækkun fvrir augum, þar sem mjög gengur
nú á byggingarlóðir. Lagðar fram 1 þúsund krónur í sjúkrahúsbygg-
ingarsjóð á sýslufundi.
Blönduós. Að þessu sinni var hér brezkt setulið, hátt á annað