Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 208
206
er hann „hafði heyrt nefnda“. Eg nefni ekki þetta fyrir það, að ég sé
sannfærður uin, að talan hljóti að vera staðreynd, heldur fyrir það, að
ekki leyndi sér, hve fjarri því fór, að hinuni brezka foringja yxi hún
í augum. Aðspurður gizkaði hann á, að talan yrði Ivoniin upp í 700
um það bil, er ófriðnum lyki. líg hygg ágætt ráð til þess, að útlend-
ingum skiljist, hvað tilteknar tölur merkja hér, að biðja þá að um-
reikna þær í réttum hlutföllum við fólksfjölda vorn og fólksfjölda
þeirra eigin þjóðar. Til þess þurfa Bretar að-margfalda allar vorar
tölur með 400. Mundi þeim ekki skiljast, að þröng't yrði fyrir dyrum i
Bretlandi og mörg' vandamál upp koma, ekki sízt í kynferðismálum,
ef þar dveldist árum saman erlenl setulið 400 sinnum fjölmennara en
liér dvelst nú, frá 400 sinnum fjölmennari og að sama skapi voldugri
þjóð, hvað þá, ef með væri talið það, sem gera má ráð fyrir, að við
bætist á næstunni? 70 börn á þessu eina misseri, sem hér hafa getað
fæðzt setuliðsbörn, jafngilda 28000 börnum í Bretlandi, og 700 börn
280000. Mundi slík viðkoma óskilabarna ekki metast vandamál þar í
landi? Hver kann svo að gizka á, hve mörg fjölskylduóhamingja,
hjúskaparvandræði og sundruð heimili eru að baki hverri slíkri barn-
eign? Margt annað í viðskiptum setuliðsmanna og' landsbúa getur
skýrzt við slíka útreikninga. Það virðist þannig varla vera umtalsvert
frá sjónarmiði Breta að taka'hér einn óinerkilegan menntaskóla og eitt
örlítið stúdentaheimili til afnota fyrir setulið sitt. En mundi það ekki
valda nokkrum sársauka í Bretlandi, ef þar væri tekinn helmingur
allra menntaskóla og öll stúdentaheimili með tölu til afnota fyrir
erlent herlið, sem ráðizt hefði inn í landið, en skólapiltar og stúdentar
slæðu á götunni?
9. Af samtalinu varð ég’ þess enn var, að stjórn setuliðsins er það
viðkvæmt mál, að siðferðismálin í sambandi við dvöl setuliðsins hér á
landi skuli hafa verið gerð að opinberu blaða- og' útvarpsmáli á þann
luitt, sem g'ert hefur verið. Er ])að og næsta skiljanlegt, að henni falli
miður, að óánægja vor og umkvartanir i slíkum máliim berist til
eyrna óvinum Breta og verði kært tilefni lil rógsmála á hendur þeim.
Er hér fengið tilefni lil þess að halda á ])á leið frain málstað íslend-
inga, að leilast við að sýna stjórn setuliðsins fram á, að hér sé uin
sameiginlegt vandamál að ræða, er krefjist samvinnu forráðamanna
vorra og hennar, ef takast eigi að levsa það við beggja bæfi. Einhlít-
asta ráðið til þess, að ekki spinnist ófrómt umtal, hættulegt mann-
orði Breta, lit af háska þeim, sem oss stafar af setuliðinu, er að gera
þann háska sem allra minnstan að unnt er eftir atvikum. Meðan oss
skilst það, sem oss er skylt að skiljast, að þjóðerni voru, siðum,
tungu og allri menningu sé vís voði búinn af dvöl hins fjölmenna
setidiðs í landinu, nema því meira sé að gert því til varnar, verður
ekki komið í veg fyrir það, nema með hinni grimmdarlegstu kúgun,
sem nazistum einum væri ætlandi, að vér veitum nokkurt viðnám.
Ef forráðamenn íslendinga eiga að sækja máfið einir, hvernig fá þeir
þá gert það á annan hátt en þann að snúa sér til þjóðarinnar og leitast
við að vekja hana lil sem öflugustrar viðspyrnu með því að gera
heldur meira en minna úr háskanum? Og hvernig eiga þeir að ná til
þjóðarinnar öðru vísi en í blöðum og litvarpi? Nokkuð öðru máli væri