Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 108
106
á skilið að vera það. Lúsin verður ekki unnin' með neinni leiftursókn
ofan að, helclur með aukinni menningu hvers heimilis og hvers ein-
staklings, sein seint og sigandi vinnst, unz lúsin á sér hvergi griðland
og verður ekki við vært. Hér er fyrst og' fremst verkefni skólanna,
ekki sízt kennara-, alþýðu- og húsmæðraskóla, sem læknum er skylt
að styðja i þessum efnum með ráðum og dáð, en því mega þeir vel
koma við í sambandi við skólaeftirlitið, enda gera það margir. í
hendur skóla og heimila hefir þegar verið allvel búið af hinu opin-
bera að þessu leyti, með því að hverju barni er fengin ókeypis kennslu-
bók, sem meðal annars veitir glögga fræðslu um lús og önnur óþrif,
svo og hvernig þeim megi verjast. Um hið sama efni má og fá ýtar-
legri fræðslu í sóttvarnareglum þeim, er heilbrigðisstjórnin gefur út
og hvert heimili á kost á að fá ókeypis. Mikil stoð væri það þessum
og öðrum þrifnaðarmálum í landinu, ef hvert sveitarfélag hefði á að
skipa ötulli og vel lærðri hjúkrunarkonu, er Ieiðbeindi um þrifnaðar-
hætti og aðra heilsuverndarstarfsemi á heimilum. Er hér nærtækt
verkefni handa kvenfélögum landins að beita sér fyrir, en stjórn heil-
brigðismálanna skylt að veita þeim fulltingi sitt.
Um illa umgengin salerni og salernaleysi á heimilum er svipuðu
máli að gegna og lúsina. Þar eiga skólar og kennarar líkar skyldur
að rækja. En salernamenning skólanna sjálfra lofar sjaldnast miklu
góðu um tilþrif í þei-m efnum, og mættu skólalæknar gerast þar kröfu-
harðari og fylgja kröfunum betur eftir en þeir hafa almennt gert til
þessa.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Húsnæðisvandræðin hafa enn stórum aukizt á ])essu ári,
cinkum eftir hernámið. Varð nú við ekkert ráðið, því að þótt héraðs-
læknir og heilbrigðisfulltrúi dæmdu íbúðir lítt nothæfar eða óhæfar,
þá bar það engan eða lítinn árangur, vegna annars tveggja, að fólk
átti ekki annars úrkosta og gat því ekki flutt burt, en húseigendur
tregir til umbóta, og svo hitt, að þótt fólk flytti úr slíkum íbúðum,
þá var eftirsóknin svo mikil, að jafnharðan var nýtt fólk komið í
íbúðirnar, án ]>ess að það setti fyrir sig ástand þeirra. Horfir til hinna
mestu vandræða um þessi efni. Annars gaf héraðslæknir 35 vottorð
um ástand húsnæðis á árinu, þar af 6 samkvæmt kröfu lögreglustjóra.
15 íbúðir voru taldar óhæfar nema með talsverðri eða gagngerðri
breytingu. 6 voru óviðunandi vegna lélegrar kyndingar o. s. frv.
Skipaskaga. Á árinu reist 3 hús á Akranesi, öll úr steinsteypu, og
byggt upp á einum bæ í Leirársveit. Nokkur húsnæðiselda í kauptún-
inu. íbúðir þó yfirleitt vel sæmilegar, en undantekningar eiga sér
stað. 1 íbúð, sem undirritaður var beðinn að athuga, er bær með
sínu herbergi í hvorum enda, en eldhús á milli. Voru herbergin 19 nv!
og 21 m8, en fjölskyldan hjón með 6 börn. Um þrifnað er svipað að
segjsi og áður. Aðalgallarnir eru þeir, að skólpveita fyrir kauptúnið
er ekki komin í sæmilegt horf og svo hitt, að allvíða eru opnir áburðar-
haugar, en ekki safngryfjur. Vatnsmál kauptúnsins eru sama óleysta
verkefnið.
Borgarjj. Húsakynni fara batnandi. Nokkur steinsteypuhús byggð
á árinu. IUa gengur að útrýma lúsinni. Þeir, sem eru orðnir henni