Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 140
138
sóttu þeir dansleiki fyrst í stað og stofnuðu jafnvel til þeirra, en al-
menningsálitið hefir heldur risið gegn slíku samneyti, og hefir dregið
úr því. Lítil brögð voru að því, að íslenzkar stúlkur legðu lag sitt við
hermennina, og ekki hefi ég orðið var við útbreiðslu kynsjúkdóma af
þeim ástæðum. Hafa setur hins erlenda liðs farið fram hér mjög
vandræðalítið og betur en víða annars staðar, ef marka má sögusagnir.
Öxarjj. 3 enskir hermenn sitja á Raufarhöfn. Virðist mér, að frem-
ur standi upp- á landsmenn en þá í viðkynningunni, eða réttara sagt
því viðkynningarleysi, sem vera ætti.
Seyðisfi. Um 20. maí settist hér að brezkt setulið, um 40 manns, en
síðasta júní fylltist hér allt af brezkum hermönnum, sem enginn
í'ékk tölu á komið. Þeirra fyrsta verk var að taka hið eina gistihús, sein
lil var í bænum, og barnaskólann til íbúðar fyrir hermennina, og allar
þær lausar íbúðir í bænum, sem fyrir fundust. Tjöldum var slegið
upp á víð og dreif um bæinn. 3 herlæknar komu með setuliðinu.
Mikil breyting varð á kaupstaðnum við komu brezka setuliðsins, eins
og gefur að skilja, þegar bærinn stækkar á einum degi úr rúmlega
900 manns upp í sennilega 3000 manns, og allir þurfa að búa við hin
söinu þægindi, sein fyrir voru, eins og t. d. vatnsveitu, frárennsli
o. s. frv. Varð því vatnsveitan yfir sumartímann ófullnægjandi og
mikill vatnsskortur vegna of mikillar notkunar, m. a. hermannabaða
í barnaskólanum og þvotta af hermönnum í öðru hverju húsi, auk
þess sem í ljós kom, að hermennirnir höfðu opnað vatnspípur og
vatnið látið renna gegndarlaust. Tjöldum, eldhúsum og kömrum var
klínt um allt, þangað til hermannaskálar voru byggðir, en auk þess
tók setuliðið til íbúðar allar þær tómar snuigur í bænum, sem fáan-
legar voru. Herlæknarnir lofuðu að sjá um, að gætt yrði alls þrifn-
aðar, sérstaklega með tillili til excrementa. Engin ný íbúðarhús voru
Liyggð á árinu, en liermannaskálar — tunnuhús — skiptu tugum,
ýmist sem heil hverfi bæði inni í bænum og' utan við hann, eða þá
eitt og eitt á víð og dreif um bæinn. Um 2 km fyrir innan bæinn var
komið upp hermannaspítala.
Grimsnes. Hernám Breta hefir ekki haft nein bein áhrif á líf fólks
í mínu héraði, enda engar setuliðsstöðvar hér nema stuttan tíma við
Ljósafoss.