Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 63
61
24. Spasmophilia.
Grímsnes. 2 börn hefi ég séö með spasmophilia á árinu, og batnaði
l>eim við últranól.
25. Struma.
Dala. 1 kona án Basedowseinkenna.
26. Tumores.
Bíldudals. Talsvert algeng eru hér atheroma, og hefi ég numið burtu
fjölda þeirra.
Reijkjarfj. 1 fibroma cutis abdominalis var tekið. Atheroma capitis
2 tilfelli. Voru numin burt.
Höfðahverfis. Sóttur til sjúklings með gastroenteritis acuta. Fann
mjög' stældcað milti. Fékk lyflæknismeðferð á Sjúkrahúsi Akureyrar,
batnaði noltkuð í bili. Endirinn sá, að hann dó rétt fyrir áramót.
Norðfj. Tumores: lipoma (thoracis) 1, fibromyoma uteri 1, atheroma
(tubae auricul. d.) 1.
Berufj. Sjúklingur var sendur á Landsspítalann vegna gruns um
tumor cerebri. Dó úr þeim sjúkdómi eftir rúmlega mánaðarlegu.
Sjúklingur þessi fór fyrir 5 árum á Landsspítalann til rannsóknar
vegna höfuðverkjar. Ekkert sérstakt fannst þá að honum, og var
hann við sæmilega heilsu, þangað til hann varð fyrir slysi (leggjar-
broti við að falla í grjóthrúgu). Þó var hann slæmur af höfuðverk, ef
hann þurfti að iiggja rúmfastur og jafnvel ef hann lá fram eftir á
morgnana. Sótti í sama horfið, þegar hann þurfti að liggja vegna
beinbrotsins, og' ágerðist höfuðverkurinn svo, að liann var sendur til
rannsóknar, eins og fyrr getur.
27. Ui’ticaria.
Bildudals. Er hér mjög' algeng á börnum.
Akureijrar. Nokkuð algengur sjúkdómur, einkum á krökkum.
Höfðahverfis. Nokkur brögð hafa verið að urticaria á börnum.
Batnað vel af kalkgjöf. Orsakir hennar verða oft ekki raktar.
Reykdæla. Skráð 5 tilfelli: 4 börn lir kaupstað, 1 innanhéraðs
(fæðisbreyting).
Hróarstungu. Urticaria kemur oftast fyrir vor og haust.
Keflaviknr. Ekki óalgengur kvilli, sérstaklega á börnum.
28. Varices & ulcera cruris.
Bildudals. 2 allslæm tilfelli. Einnig talsvert af æðahnútum.
Ólafsfj. 2 sjúklingar eru skráðir. Annar hafði haft afarmikinn
æðahnútaklasa á öðrum kálfa í nokkur ár og við og við fótasár. Hafði
hann fengið miklar blæðingar einu sinni eða tvisvar áður og var þá
við sjóróðra á Suðurnesjum. Var honum ráðlagt af lækni að binda
uin fótinn neðan við sárið og gert ráð fyrir venublæðingu, en það
vildi ekki duga, svo að maðurinn reyrði ofan við það, og þá hætti að
blæða. Á síldarvertíð hér féklc hann mikla blæðingu og kom til mín.
Við athugun reyndisl blæðingin úr slaðægð, og hafði ég eigi önnur
ráð en umstinga æðina, þar sem maðurinn hafði ekki tíma til að vera
í landi. Það dugði, svo að ekki blæddi, það sem eftir var vertíðar.
Eftir vertíð tók ég að dæla í æðahnútana, og dugði bezt sol. natr.
salicylal. 25%. Við það eyddust hnútarnir algerlega, og' fótasárið