Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 115
113
Læknar láta þessa getið:
Stykkishólms. Kúm fjölgar alltaf heldur í þorpinu, enda vex
mjólkurneyzla með hverju árinu. Hér eru nú milli 70 og' 80 kýr.
Fæstir framleiða meiri mjólk en fyrir sitt heimili. Þó selja nokkrir
náunganum mjólk, og kostar þá lítrinn 40 aura.
Bildudals. Mjólk enn þá af skornum skammti hér á Bíldudal, en
mun vera nægileg í sveitum. Mjólk er seld hingað í þorpið frá 3
bæjum, og telst meðferð hennar sæmileg. I þorpinu sjálfu eru 15 kýr.
Þingeyrav. Kúahald eykst.
Ögur. Mikil mjólkurframleiðsla í héraðinu og mikið selt til ísa-
fjarðar. í Reykjarfjarðarhreppi er fært frá á öðrum hverjum hæ, og
fylgir því nokkur smjör- og skyrneyzla á heimilum. Annars staðar
ekki skyr eða smjör á borðum, en nýmjólk mun óspart notuð í mat.
Rcykjarfj. Mjólk framleidd því nær eingöngu til heimilisþarfa og
víðast nægilega mikil. Þó er seld nokkur mjólk á síldarstöðvarnar
á sumrum.
Miðfj. Mjólkurframleiðsla mun heldur hafa aukizt vegna síhækk-
andi smjörverðs. Langflestir Hvammstangabiiar eiga kýr og hafa
gnægð mjólkur.
Blönduós. Mjólkursala frá sveitabæjum í kauptúnin er lítil. Þó
er seld hingað nokkur mjólk af 2 næstu bæjum, og svipað er á Skaga-
slrönd. Nokkur hugur var í bændum í Svartárdal að setja upp félags-
sel með 100—200 mjólkurám, en ekkert varð úr framkvæmdutn í því
efni, og mun það helzt til fyrirstöðu, að erfitt er að fá mjaltakonur.
Sauðárkróks. Mjólkursamlag Skagfirðinga starfaði eins og að
undanförnu. Selur það gerilsneydda mjólk og framleiðir auk þess
til sölu skyr, osta og smjör. Mjólkursala til kaupstaðarins utan frá
er öll í gegnum mjólkursamlagið.
Ólafsfj. Mestu vandræði xneð mjólk síðastliðið suniar. Fékkst
lengi vel enginn til að selja mjólk frá KEA, en rættist samt úr. Kúa-
fjöldi svipaður hér í kauptiininu. Töluvert munar um, að heimili
í sveitinni, sem hafði haft allmikla mjólkursölu undanfarið, fargaði
kúnum og hætti sölunni. Með samtökum settu bændur og aðrir
mjólkursalar verðið upp í 50 aura á lítra í árslok.
Svarfdæla. Mjólkurframleiðsla mikil og vaxandi. Mjólkursala á
vegum KEA.
Akureyrar. Mjólkursala og mjólkurframleiðsla mun hér meiri en
á flestum öðrum stöðum á landinu, og gengur mest af þessari mjólk
gegnum Mjólkursamlag KEA, sem komið hefir hér upp miklu og'
vönduðu hixsi með nýtízkutækjum lil mjólkurhreinsunar og' mjólkur-
vinnslu. A þessunx vetri athugaði ég ásamt heilbrigðisfulltrúa bæjar-
ins öll fjós i bænum og nánasta umhverfi. Við þessa skoðun reyndust
sárafá fjósin fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til þeirra í
mjólkurlöggjöfinni, bæði hvað húsakynni og umgengni snerti, en all-
mörg voru neðan við allar hellur, hvað báðum þessum atriðum við-
víkur, og mátti þar á meðal líta skúrræfla, sem voru svo óþéttir, að
stinga mátti hendi út um rifurnar. Á nokkrum stöðum voru einnig
hænsn höfð í fjósinu, og bönnuðum við algerlega alla sölu mjólkur frá
slíkum stöðum. Annars er ]xað vandræðamál, hvernig ýmsir bæjar-