Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 40
38
sóknir, sem eru gerðar fyrir kynsjúkdómalækningu ríkisins. Reynslan
hefir sýnt mér, að þetta er ínjög varhugavert. Einmitt á slíkum tím-
um sem nú, þegar segja má að syphilisfaraldur hafi komið upp í land-
inu, er nauðsynleg't, að engar hindranir séu lagðar í veginn fvrir, að
blóðrannsóknir fáist gerðar sjúklingunum að kostnaðarlausu.1) Ég
hefi ávallt gert mér af fremsta megni far um að komast fyrir upp-
runa sjúkdómsins hjá hverjum einstökum sjúldingi, og hygg ég, að
mér hafi tekizt það hjá flestum þessara 48 sjúklinga, enda hefi ég
notið góðrar og skjótrar aðstoðar rannsóknarlögreglu bæjarins, þegar
þess hefir þurft með.
Að öðru leyti Táta læknar þessa getið:
Rvík. Frekar lítið borið á lekanda. Aftur á móti hefir sárasótt
færzt mikið í aukana. Þessi aukning stafar, eftir því sem bezt verður
vitað, að verulegu leyti frá íslenzkum mönnum, sem smitazt hafa er-
lendis, smituðu síðan stúlkur hér og þær svo aftur út frá sér.
Skipaskaga. 3 tilfelli af sárasótt, kona með s. tertiaria og 2 börn
hennar með s. congenita. Sjúkdómurinn komst þannig upp, að annað
barnið hafði haematuria, sem vakti grun læknis, og sendi hann blóð
til rannsóknar. Nokkur tilfelli af gonorrhoea meðal íslendinga.
Borgarfi. Kynsjúkdóma varð ekki vart.
Stijklcishólms. Hafa eigi komið fyrir á þessu ári að öðru leyti en því,
að maður úr Reykjavík gisti héraðið í nokkrar vikur síðastliðið sum-
ar, en hafði í fóruin sínum prostatitis gonorrhoica með öllu tilheyr-
andi. Ivom hann frá lækni í Reykjavík með lyf sín ög góð ráð.
Dala. í júlí er 1 karlmaður skráður með s. primaria (spirochaele
pallida +). Er það fyrsti sjúklingur skráður í syphilisbók héraðsins.
Brá hann sér snög'ga ferð í höfuðstaðinn, en hefir auðsjáanlega
orðið hált á ástandinu þar. Sýking átti sér engin stað frá honum.
Enginn sjúldingur með lekanda.
Bíldudals. Lekandi sést hér varla, en síðastliðið ár hefi ég haft til
meðferðar 4 sárasóttarsjúklinga, og munu það vera hinir fyrstu í
sögu þessa héraðs. Sýktust 3 á sama heimili og 1 hér á Bíldudal, og
allt stafaði þetta frá sömu stúlkukindinni, sem fluttist hingað inn í
plássið frá Reykjavík. Hún var vistuð hér í sveitinpi í fjarveru hús-
móður og sýkti þar fyrst bóndann og son hans, en bóndinn síðan konu
sína. Auk þess sýkti saina stúlka 1 mann hér á Bíldudal. Allir voru
þessir sjúklingar með s. primaria nema bóndakonan með secund-
aria, er þeir komu til læknis.
Þingeyrar. Af sárasótt 1 tilfelli (af þeim, er héraðslæknirinn í
Bíldudalshéraði getur um).
Flateijrar. Sjómaður úr Súgandafirði kom til min í ágústmánuði
með sár á glans penis, sem ég taldi vera sárasótt. Ég' sendi sjúlding-
inn strax á Ísafjarðarspítala, og þar lá hann, þangað til honum batn-
aði. Blóðsýnishorn, sem send voru suður á Rannsóknarstofu Háskól-
ans, voru öll -f-, og seinast var talið víst, að þetta væri ulcus molle.
Óvíst um smitun.
1) Þetta hefir verið fœrt í það horf, sem læknirinn stingur upp á.