Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Side 20
18
hér í vesturhlutanum fór hún sér þó í engu óðslega, og sluppu nokkrir
á sumum heimilum og sums staðar flestir. Mun hreinlæti og varúð
hafa valdið.
Vopnafí. Sbr. umsögn héraðslæknis um iðrakvef.
Hornafj. Barst skömmu fyrir áramót um allt héraðið, nema Öræfin,
sem tókst að verjast. Ekki þung, nema í stöku tilfellum.
Siðu. Sú farsóttin, sem svæsnust var að þessu sinni. Barst á bæ í
Alftaveri í júlímánuði, sennilega úr Vestmannaeyjum.
Mýrdals. Bar aðeins á blóðsótt.
Vestmannaeyja. Blóðsótt einkum framan af ári og síðara hluta árs.
Eyrarbakka. Allþung á mörgum og stakk sér niður við og' við fram
í septembermánuð, enda gekk hún hér nokkuð síðustu mánuði ársins
1939, og var þetta því óslitinn faraldur milli ára.
Grímsnes. Nokkur tilfelli í maí og júní.
Keflavíkur. Nokkur tilfelli skráð, en um þetta leyti gekk milíið
iðrakvef.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingafíöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1931 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ 15 9 9 3 6 0 9 9 7 8
Dánir ....... 3 1 3 2 3 1 3 3 2 1
Auk þessara 8 kvenna, sem mánaðarskrár greina með barnsfarar-
sótt, er á ársyfirliti um harnsfarir getið um 3 í viðbót í jafnmörgum
héruðum (Hofsós, Norðfj. og Berufj.). Veiktust allar konurnar eftir
eðlilegar fæðingar og án þess að innri rannsókn væri til að dreifa.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Enginn sjúklingur skrásettur á árinu.
Skipaskaga. 1 kona fékk barnsfararsótt, veiktist á 4. degi, fékk bata.
Dala. 1 tilfelli.
Hólmavíkur. 1 kona fékk barnsfararsótt — primipara með mjög
stórt fóstur, en þrönga grind. Tangartak. Veiktist með 39° hita á 3.
degi. Fékk þá strax prontósíl-innspýtingu og töflur, og lækkaði hit-
inn. Gaus upp aftur síðar tvisvar, en lét sig alltaf 5Úð prontósílið.
Batnaði loks alveg.
Hofsós. 1 tilfelli í október. Af vangá gleymzt að geta þess á mánaðar-
skrá.
Þistilfí. 1 kona fékk barnsfararsótt eftir eðlilega fæðingu, aðeins
vitjað einu sinni. Batnaði.
Norðfí. Konan, sem skráð er með barnsfararsótt, hafði lengi haft
varices crurum og áður fengið phlebitis, svo að vafasamt er, hvort telja
skal barnsfararsótt.
Berufí. 1 kona fékk æðastíflu eftir fæðingu, er varð án aðgerða.
Batnaði.
Mýrdals. Skráð 1 tilfelli: kona, sem fékk 40° hita og köldu á 2.
degi eftir eðlilega fæðingu. Var gefið prontósíl. Hitinn t'éll fljótt, og
konunni heilsaðist vel.