Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Side 25
23
Norðfi. 1 sjúklingur, 22 ára stúlka. Ekkert benti á berklauppruna.
Fáskrúðsfj. 2 tilfelli, bæði í sania húsinu.
Vestmannaeyjo. Afar fátíð.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
Sjúklingafjöldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúkí........ 65 11 19 24 9 20 3 6 3 4
Dánir ....... 3 2 „ 1 „ 2 „ 1 „ ,,
Er getið í 4 læknishéruðuni, Rvík, Stykkishólms, Miðfl. og Vopnafj.,
1 sjúkl. á hverjum stað. Uppruna veikinnar tókst hvergi að rekja.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. í fyrra hluta júlímánaðar kom fyrir 1 lilfelli af taugaveiki,
28 ára gamall bókhaldari, til heimilis i Garðastræti 11. Ekki tókst
að fá upjilýst, hvernig hann hafði smitazt. Rannsökuð var gömul
kona, sem lielzt virlist geta komið lil greina sem taugaveikissmitberi,
en hjá henni fundust ekki taugaveikissýklar. Að öðru leyti varð tauga-
veiki ekki vart á árinu.
Miðfj. 1 tilfelli í maímánuði. Ekki tókst að grafast fyrir upptök
veikinnar, enda þótt gerð væri nákvæm leit að smitberum. Rannsókna-
stofan var látin rannsaka saur og þvag 20—30 manna, sem sjúkling-
urinn hafði umgengizt meira eða minna. Sumt af þessu fólki hafði
fengið taugaveiki fyrir mörgum árum, þegar mjög svæsinn taugaveiki-
faraldur gekk hér á Hvammstanga.
Blönduós. Gerði ekki vart við sig á árinu, enda þótt 1 smitberi sé í
héraðinu, en þrifnaðar og varúðar er lika gætt þar, svo vel sem föng
eru á.
Vopnafj. í núvember veiktist stúlka á Bustarfelli af taugaveiki, að
því er næst verður komizt. Hafði jafnan 39—40° hita í 1% viku,
greinilega miltisdeyfu og útþot á kvið — roseolae — að vísu ekki al-
veg sérkennileg. Sjúklingurinn var einangraður á heimilinu, og veikt-
ust ekki fleiri heimilismenn. Um uppruna veikinnar er allt óvísl.
Stúllra þessi var frá næsta bæj iPeigi, en þar komu að minnsta kosti
2 taugaveikistilfelli fvrir árið 1924.
Vestmannaeyja. Síðan sóttberinn A. B.-dóttir andaðist, sem oft hefur
verið getið um í fyrri ársskýslum, hefur orðið hlé á veikinni.
Grimsnes. Taugaveiki hefur ekki orðið vart í héaðinu síðast liðin
10 ár. Smitberi sá sami og áður, A. Þ.-dóttir.
Keflavíkur. Verður ekki vart. Smitberi gamall, ósaknæmur.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
S.júklingafjöldi 1932—1941:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Sjúkl......... 2523 3200 1585 1790 1740 1635 1961 2990 5266 2395
Dánir ........ 1 8 1 „ 2 „ 4 3 7 6