Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Qupperneq 54
52
Svarfdæla. Enn á ferli, og oftast mun leitað læknis, að minnsta kosti
vegna barna og unglinga, en mér leikur grunur á, að það sé einkum
gamla fólkið, sem heldur kláðanum við.
Akureyrar. Um þennan óþrifakvilla má segja hið sama og 1940, að
hann hefur gert töluvert vart við sig allt árið og virðist ætla að ganga
ömurlega seinl að vinna bug á honum, þótt læknarnir hafi til þess
fullan vilja.
Höfðahverfis. Nokkuð vart við kláða i héraðinu, eins og árið áður.
Reykdæla. Hefur stungið sér niður í Ivinn og' Bárðardal, en hefur
yfirleitt verið læknaður jafnharðan og ekki orðið faraldur úr.
Öxarfj. Kláði barst hvað eftir annað inn í héraðið og oftar en
skýrslur sýna. Ekki var hann hér til í árslokin, svo að ég vissi.
Vopnafj. Kláði gerði vart við sig'.
Seyðisfj. Eitthvað borið á kláða nú 2 síðustu árin, en ekki náð
neinni útbreiðslu.
Norðfj. Það hefur mér þótt einkennilegt við kláðafaraldur þann,
sem undanfarið hefur gengið hér, að mér hefur gengið mjög miklu
verr en áður að finna maurinn, en lækning þó ekki tekizt verr, hvaða
aðferð sem notuð hefur verið. Lokalisation hefur heldur ekki verið
að öllu hin sama. T. d. hefur mér reynzt, að lítið bæri á útbrotuin i
greipum og úlfliðum, en meira á baki en ég hef áður átt að venjast.
Mér hefur því óhjákvæmilega dottið í hug: Er allt þetta kláði, sem
yfir landið hefur gengið siðari árin, eða er annað, t. d. annar parasit,
að verki?
Fáskrúðsfj. Kláða varð nokkuð vart, einkuin fyrstu mánuði ársins.
Eftirstöðvar kláðafaraldurs þess, er gekk hér 1940, meðan héraðið var
læknislaust.
Berufj. Fá tilfelli, nærri eingöngu börn, setn komu frá Reykjavík
lil veru hér. Kláði Jiessi var mjög þrálátur og sérstaklega ábérandi,
hve kláðasárin óheinkuðust oft. Þótti fólki, sem tók Jiessi börn, þau
draga leiðinlegan dilk á eftir sér.
Síðu. Kláða varð vart eins og venjulega áður, en ekki held ég, að
ltann sé landlægur hér enn þá. Þau tilfelli, sein til læknis koina, ma
rekja til smitunar, venjulega frá Reykjavík.
Mýrdals. Nokkuð um kláða sem fyrr.
Vestmannaeyja. Með langmesta móti. Hvað á að gera til að útrýma
kláðanum? Kláðaskoðun á inönnum þyrfti fram að fara engu síður
en skepnum, því að ég veit til Jiess, að sjúkdómurinn er á ýmsum
heimilum, einkum til sveita, svo mánuðum og jafnvel árum skiptir,
án þess að fólk leiti þeirra ráða, sem duga.
Grímsnes. Enn færzt í aukana á Jiessu ári. Sjúklingarnir koma oft
ekki til læknis, fyrr en margir eru sýktir á sama heimili.
Keflavíkur. Talsvert ber á kláða undanfarin ár, einkum fyrsta
fjórðung ársins, meðan vertíð stendur yfir. Skapa þrengsli í íbúðum
og lélegur aðbúnaður sjómanna ef til vill betri lifsskilyrði fyrir þenna
óþrifalcvilla.