Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Blaðsíða 75
73
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
A árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 2638 lifandi og
56 andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 2526 barna og 55 fósturláta.
Getið er um aðburð 2520 barna, og var hann í hundraðstölum
sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfil ........................... 94,13 %
Framhöfuð .......................... 2,18 —
Andlit ............................. 0,24 — 96,55 %
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda ......................... 2,34— —
kót .............................. 0,91 — 3,25 —
Þverlega .................................... 0,20 —
Ljósæður telja 57 af 2525 börnum hafa komið andvana, þ. e. 2,3%
— í Rvík 27 af 978 (2,8%) — en hálfdauð við fæðinguna 37 (1,5%).
Ófullburða voru talin 130 af 2501 (5,2%). 10 börn voru vansköpuð,
Þ. e. 4,0%0.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafað dáið undanfarin ár:
1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
Af barnsförum 746736334 10
Úr barnsfarars. 13231 3 321 3
Samtals ...... 8 7 8 10 4 9 6 5 5 13
í skýrslum lækna um fæðingaráðgerðir (tafla XIV) eru taldir þessir
fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 6, alvarlega föst fylgja 19,
^ylgjulos 2, meira háttar blæðingar 13, barnsfararkrampi 9, grindar-
þrengsli 9, þverlega 4, framfallinn lækur 1, framfallinn limur 1, leg-
brestur 1.
Á árinu fóru fram 52 fóstureyðingar samkvæmt lögum, og er gerð
grein fyrir þeim i töflu XII. Hcr fer á eftir
Yfirlit
um þær fóstureyðingar (11 af 52 eða 21,2%), sem voru framkvæmdar
meðfram af félagslegum ástæðum.
Lundsspítalinn.
1. 37 ára g. verkamanni í Reykjavík. Komin 4—5 vikur á leið. 4
fæðingar á 7 árum. 3 börn (9, 5 og 2 ára) á framfæri foreldranna.
íbúð: 2 herbergi og eldhús.
S j ú k d ó m u r : Asthenia & molimina gravidarum. Descensus
uteri.
Félagslegar ástæður: Fátækt.
2. 28 ára óg. starfsstúlka í Reykjavík. Komin 12 vikur á leið. í
fyrsta skipti vanfær. Húsakynni: í herbergi með annarri stúlku.
10