Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Síða 96
94
Svarfdæla. Nokkuð var gert að viðlialdi á húsinu. Sjúkrastofan
ekkert notuð á árinu, enda tíðarfar og samgöngur svo góðar, að auð-
velt var að koma sjúklingum í sjúkrahús á Akureyri.
Akureyrar. Að nafninu til er hér hús, sem nefnt er sóttvarnahús
Akureyrar, en bæði er byggingin í hæsta máta léleg, og svo er hún
fyllt af starfsfólksíbúðum vegna sjúkrahússins og berklasjúklingum,
svo að oft er alls ekki ha'gt -að taka þangað sjúklinga, sem haldnir
eru næmum sjúkdómum.
Höfðahverfis. Við sjúkraskýlið vantar mjög tilfinnanlega hjúkrun.
Er hér engin hjúkrunarkona eða kvenmaður, sem vill taka jiað að sér,
svo að ég' viti.
Seyðisfj. Sjúkrahúsið rekið á sama hátt og áður. Aðsókn alltaf
niikil. Þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð hefur fjárhagsafkoman verið sæmi-
leg', og' er daggjöldum þó haldið mjög í hófi. Um 50 sjúklingar fengu
Ijósböð, aðallega framfaralítil börn. Röntgenmyndir voru lítið teknar,
jiar eð röntgenfilmur voru nærri ófáanlegar. Um 150 skyggningar
gerðar utan berklavarnarstöðvarinnar. Elliheimili starfrækt hér, eins
og áður er getið.
Berufj. Sjúkrastofan í læknisbústaðnum notuð eins og að undan-
förnu. Á þessu ári var læknisbústaðurinn raflýstur nieð vindrafstöð.
Kostaði hún uppkomin með innlögn í húsið um kr. 3 þúsund.
Hefur hún gefizt vel, það sem af er, og þykja mikil viðbrigði til
bóta.
Síðu. Aðsókn að sjúkraskýlinu — eða öllu heldur þörfin til þess
að taka sjúklinga heim til sín — var lík og áður. Þrátt fyrir bættar
samgöngur þarf það svo að vera, að héraðslæknir geti tekið til sín
j)á sjúklinga, sem verri hafa batavon í heimahúsum, og })á, sem
nauðsynlega þurfa að dveljast undir læknis hendi og' læknirinn
treystir sér til að stunda eins vel og verða mundi annars staðar.
Keflavíkur. Sjúkraskýlið i Sandgerði starfaði á vegum Rauðakross-
ins frá áramótum og fram í maí eins og undanfarin ár. Fengu sjó-
menn gert að smáskeinum og smáígerðum hjá starfandi hjúkrunar-
konu þar og keyptar sárauinbúðir og sáralyf, og er það þeim mikið
hagræði.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilauvernd. Sjúkrasamlög.
H j ú krunarfélög.
I. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjávík gerir svofellda grein fyrir
slörfum sínum á árinu:
Arið 1941 hafði hjúk runarfélagið Líkn 6 hjúkrunarkonur i fastri
þjónustu sinni til 1. sept., en þá var 7. hjúkrunarkonunni bætt við.
Störfum þeirra var skipt þannig, að 2 þeirra störfuðu við berkla-
varnarstöðina, 2 við ungbarnaverndina til 1. sept., en eftir að sii
starfsemi var aukin, 1. sept., var 2 hjúkrunarkonum bætt þar við.
Við heimilisvitjanahjúkrun unnu 3 hjúkrunarkonur til 1. sept., en
eftir þann tíma aðeins 2 með aðstoð ungbarnaverndarhjúkrunar-
kvennanna, ef þess gerðist þörf. Auk þess starfaði afgreiðslustúlka
við berklavarnarstöðina og stúlka við ungbarnaverndina, sem sá um
ljósböð ungbarna. Farið var í 7993 sjúkravitjanir, þar af voru 7029