Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Page 111
10!)
Sauðárkróks. Mjólkursamlag Skagfirðinga starfaði svipað og að
undanfðrnu. Mjólkursala til Sauðárkróks fer öll fram geg'num sam-
lagið, en á Sauðárlcróki er seld injólk milli hiis'a utan samlagsins.
Flestir kaupstaðarbúar hafa næga mjólk fyrir sitt heimili og sumir
aflögufærir.
Ólafsfj. Mjólkurskortur að sumarlagi sem að undanförnu. Mjólk
seld frá mjólkursamlagi KEA, og mun margur skera notkun mjólkur
við neglur sér vegna hins háa verðs. Mjólkursala úr sveitinni svipuð
og áður.
Svarfdæla. Framleiðsla mjólkur eyksl stöðugt. Mjólkursala fer
nærri öll fram á vegum KEA og nam 268 þúsund lítrum úr öllu hér-
inu. Mjólkurbúðin á Dalvík seldi rúmlega 88 þúsund lítra, en auk þess
er alltaf nokkur sala manna á milli.
Akureijrar. Mjólkurframleiðsla mun meiri hér, að tiltölu við fólks-
fjölda, en nokkurs staðar annars staðar á landinu, og gengur mest
af þeirri mjölk í gegnum Mjólkursamlag KEA, sem mun vera vand-
aðasta og fullkomnasta mjólkurvinnslustöð, sem til er á lundinu,
með ágætis húsakynnum og nýtízku mjólkurhreinsunarvélum. Nokk-
uð er þó selt af mjólk í bænum beint frá framleiðendum, og vil ég
ekki fullyrða neitt um hreinlæti þeirrar mjólkur, þar eð fjöldinn af
þeim fjósum, sem í bænum eru, fullnægja á engan hátt þeim kröf-
um, sem gera verður til þeirra, hvorki með tilliti til hiisrúms né
hreinlætis, og umgengnin mismunandi góð. Þó eru einstöku fjós innan
takmarka bæjarins, sem eru í svo góðu ástandi, bæði hvað rúm og
allt hreinlæti snertir, að til fyrirmyndar er. Mest af þeirri mjólk, sem
seld var frá Mjólkursamlagi KEA, var selt á tilluktum flöskuin, og
öll var hún gerilsneydd.
Höfðahverfis. Héðan er mjólk send til Akureyrar vor- og sumar-
mánuðina. Grenvíkingar framleiða sjálfir næstum alla þá mjólk, sem
þeir þurfa til heimilisnotkunar.
Reykdæla. Mjólkurframleiðsla svipuð og verið hefur, fyrst og
fremst til heimilisþarfa. Mjólkursala allmikil í Reykjadal lil Lauga-
skóla.
Öxar/j. Mjólkursala getur tæplega talizl í héraðinu.
Fúskrúðs/j. I sveitum hafa flestir nægilega mjólk. Skyr- og smjör-
gerð varla meiri en til heimilisþarfa nema á stöku bæjum. I kauptiín-
inu 80 kýr, og mjólkursala einungis manna á milli, en ekkert eftirlit
bægt að hafa með slíkri sölu.
Bera/j. Mjólkursala sem engin, enda hafa allir búendur i þorpinu
kú eða kýr.
Vestmannaeyja. Hver búandi, sem er aflögufær, selur mjólk og fer
með hana til neytenda. Hér þyrfti að koma upp mjólkurhreinsunar-
stöð, því að engin leið er að hafa eftirlit með mjólkursölu, meðan
svona er. Annars vilja bamdur engu til kosta, svo að mjólkin verði
hreinsuð, en vilja selja hana, eins og hún kemur af skepnunni. Þyrfti
strangt eftirlit með hreinlæti í fjósuin og við mjöltun, en þar vilja
lramleiðendur vera einráðir og syngja hver með sínu lagi.