Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Side 113
111
á árinu og vinveitingar höfðu verið leyfðar á. Kaffi- og tóbaksneyzla
mun vera mjög mikil, og er einkum leitt, hversu mikið kvenfólk og
unglingar reykja.
Höfðahverfis. Áfengisnautn hverfandi lítil. Kaffi notað það sem
kaffiskammturinn hrekkur hér á Grenivík, en minna notað af því í
sveitinni. Tóbaksnautn töluverð, margir ungir menn reykja, hinir
eldri taka í nefið eða upp í sig, og enn aðrir forsmá allt slíkt, og er
það býsna stór hópur.
Reykdæla. Áfengisnautn er lítil og hefur ekki orðið að sök á sam-
komuin á þessu ári. Tóbaksnautn hófleg og hrein undantekning, að
konur noti tóbak. Kaffineyzla nokkur eins og gengur.
Seijðisfj. Áfengisnautn virðist ekki minni en fyrir lokun áfengis-
verzlunarinnar, a. m. k. hjá þeim, sem aðallega hafa misnotað vín,
því að nóg vínföng kváðu vera á boðstólum hjá setuliðinu, og þar
að auki hafa menn komizt upp á að drekka ýmsan óþverra, sem ekki
var kunnugt eða Htt kunnugt um áður, t. d. hárvötn, bökunardropa
o. fl. þess háttar, að ónefndum „bóranum" (spiritus acidi borici),
sem virðist eiga miklum vinsældum að fagna. Kaffi- og tóbaksnautn
mun vera svipuð og áður. Þó býst ég við, að sígarettureykingar muni
hafa farið í vöxt með auknu félag'slífi við setuliðið, sem hefur gnægð
þeirrar vöru fyrir Htið verð.
Fáskrúðsfj. Áfengisnautn nokkur á skemmtunum, en tóbaksnautn
mikil, bæði með konum og körluin og ekki sizt meðal ungmenna.
Flestir reykja.
Berufj. Sú þróun hefur orðið í áfengismálum hér í þorpinu, að
stúka, sem í fyrra vetur starfaði með miklum blóma, hefur iognazt
út af, og' jafnframt hefur drykkjuskapur aukizt verulega og komizt
í svipað horf og áður. Síðan áfengisútsalan lokaði, er svo að sjá, að
oft og tíðum sé enginn hörgull á „landa“, en hann hafði ekki sézt
hér um nokkur undanfarin ár. Leikur sterkur grunur á, að sultu-
sykurinn hafi hjá sumum verið notaður til annars en sultugerðar.
Tóbaksnautn er mikil og víst talsverð meðal barna og unglinga.
Kaffiskanmiturinn endist víst hjá flestum.
Vestmannaeijja. Áfengisnautn með minna móti á árinu, og- mun
það vera lokun áfengisútsölunnar að þakka. Þó mun eitthvað vcra
hér um heimabrugg, sem menn verða ölvaðir af, en eigi mun það til
sölu, svo að vitað sé. Kaffinautn eins og yfirleitt tíðkast á þessu landi.
Tóbaksnautn áberandi mikil, og er hver stelpa púandi vindling og
jiykist ekki „dama", nema svo sé.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrsluin sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
2447 börn af 2526, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur sem hér segir (tölur síðastliðins árs í svigum):
Brjóst fengu ..................... 89,2% (89,7%)
Brjóst og pela fengu ............. 6,1— ( 4,6—)
Pela fengu ...................... 4,7— ( 5,7—)