Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Page 123
121
Hesteijrar. Skólahúsin eru notuð hér til flestra fundarhalda og
skemmtisamkoma. Þar starfa allar hugsanlegar nefndir, þar þyrlar
ungdómurinn upp gólfrykinu á harmónikuböllum sínum, og þangað
flykkist fólkið, ef einhver hefur eitthvað að segja. Kirkjum og kirkju-
görðum hefur verið lítil rækt sýnd undanfarið, og á það einkum við uin
Hesteyrarkirkju. Nú hefur kvenfólkið hér loks hafizt handa og keypt
altarisklæði. Næst kemur dregill á kirkjugólfið, og siðan á að girða
kirkjugarðinn, en girðingin hefur legið niðri, „guð veit, hvað lengi“.
Akureyrar. Á þessu ári lokið við smíði hinnar stóru og vönduðu
steinkirkju, sem verið hefur í smíðum undanfarið. Er hún mjög fögur
og mun taka yfir 500 manns í sæti. Undir hluta af kirkjunni cr stór
kapella, sem notuð er fyrir minni háttar guðsþjónustur, og auk þess
sem kennslustofa og Lil fundarhalda. Undir forkirkjunni er annar
kjallari, sem notaður er öðrum megin fyrir líkhús, en hinum megin
sem fatageymsla og snyrtistofa. Þá má geta þess, að í kirkjunnri eru
3 vatnsalerni, og mun það fátítt í kirkjum hér á landi.
Höfðahverfis. Girðing kringum kirkjugarð á Grenivík í mestu
óhirðu. Laufáskirkja og kirkjugarður í góðri hirðu.
Seyðisfj. Samkomuhús ekkert í kaupstaðnum, en talsverðir pen-
ingar í sjóði til fyrirhugaðrar samkomuhx'issbyggingar. Falleg kirkja
með skrúðgarði i kring, hituð með rafmagni, er í bænurn, en léleg
kirkjusókn hér sein annars staðar.
Norðfj. í Neskaupstað eru 3 lnis notuð til samkoma: harnaskólinn
bíóhúsið og hús góðtemplara. í Norðfjarðarhreppi kom ungmenna-
félagið sér upp samkomuhúsi, sem jafnframt er notað undir barna-
skólann. Ég minnist þess, að eitt sinn lét fræðsluinálastjóri það boð
út ganga, að ekki mætti nota skólahús lil annars en skólahalds og
sizt til dansleikja, en aftur ekki orðið var við, að banni þessu væri
aflýst. í barnaskólanum á Nesi eru allir þingmálafundir haldnir,
fjöhnargir dansleikir, einkum á vegum slysavarnardeildar kvenna
og kvenfélagsins, 1. deseinberskemmtana o. fl. Hefur það farið illa nxeð
skólahúsið. Kvenfélagið lagði í upphafi einhverja fjárliæð til bygg-
ingar skólans eða innanstokksmuna, gegn því að það fengi um aldur
og ævi að hafa samkomur sínar þar. Að því gekk skólanefndin.
Kirkjan í Neskaupstað er gömul og var í mörgu ábóta vant. Nú hefur
undanfarið árlega verið gert eitthvað henni til endurbóta — mið-
stöðvarhitun, bætt Ijósatæki, nj'tt hljóðfæri, nýir gluggar o. fl. Yfir-
leitt er sóknarnelndin hin ötulasta lil umbóta. Einnig dvttar hún að
kirk jugarðinum.
Fáskrúðsfj. Kirkjur 3 í héraðinu. Hirðing þeirra og kirkjugarðanna
er yfirleitt sæmileg. Samkomuhús aðeins í Búðakauptúni. Leikfimis-
salur barnaskólans i Stöðvarfirði er notaður sem samkomuhús.
Bcrufj. Á árinu var dubbað verulega upp á kirkjuna, og er hún nii
vart þekkjanleg að innan, sainan borið við það, sem hún áður var.
Vestmannaeyja. Umgengni samkomuhúsa mikið farið fram, siðan
samkomuhús Vestmannaeyja tók til starfa. Kirkju og kirkjugarði
sæmilega haldið við. í haust var stofnað kvenfélag innan safnaðarins
til þess að prýða í kringum kirkjuna.
ir,