Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Qupperneq 192
190
Starfandi læknir sá, sem þetta vottorð er gefið út fyrir, vottar sjálf-
ur 17. sept. 1942, að vegna undangengins sjúkdóms og margra og
inikilla aðgerða megi „öllum vera ljóst“, að „þótt hún teljist nú heií-
brigð“, sé „hún . .. að öllu leyti þrekminni og heilsa hennar öll við-
kvæmari en annars mundi.“ Læknirinn telur, að kjallari sá, sem kon-
an býr í, sé „að öllu leyti sæmileg íbúð, en þó sólarminni og gæti(r)
meiri gólfkulda þar en á næstu hæð fyrir ofan:“ Segir hann síðan:
„Þetta gæti haft áhrif á hina fyrri lungnaveiki hennar, auk þess sem
taugaveiklun hennar mun vafalaust aukast að miklum mun, ef henni
ekki tekst að komast í íbúð þá, sem næst er fyrir ofan, sem henni er
að öllu leyti hollari og hún frá upphafi hafði hugsað sér til íbúðar
fyrir sig, er þau hjónin keyptu húsið.“
Loks liggur fyrir vottorð héraðslæknisins í Reykjavík, dags. 7. okt.
1942, eftir að hann hafði f. h. heilbrigðisnefndar skoðað umrædda
íbúð. Telur hann, að íbúðin „virðist að öllu leyti sæmileg íbúð sem
slík,“ og „ekki um það að ræða, að íbúð þessi sé ekki forsvaranleg til
ibúðar heilsuhraustu fólki.“ En „með tilvísun til meðfylgjandi læknis-
vottorða um heilsu R. M-dóttur“ telur hann, „að henni sé heilsufars-
leg nauðsyn að komast í betri íbúð en hún nú hefir.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er þess, að það „láti í té álit sitt um, hvort á grundvelli þess-
ara læknisvottorða sé hægt að segja um það með öruggri vissu, hvort
heilsu konunnar, R. M-dóttur, sem um ræðir i málinu, myndi hraka,
ef hún yrði áfram í íbúð þeirri, er hún nií er í.“
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Réttarmáladeild læknaráðs ályktar, að ekki sé unnt að segja um
það með öruggri vissu, að heilsu konunnar, R. M-dóttur, L-götu 8 í
Reykjavík, muni hraka, þótt hún verði áfram í íbúð þeirri, sem hún
nú er í.
Staðfest af forseta sem ályktun læknaráðs 5. jan. 1943.
Málsúrslit: Fógetaréttur úrskurðaði, að hin umbeðna útburðargerð skyldi ekki
fara fram.
2/1943.
Sakadómarinn í Reykjavik hefir með bréfi, dags. 2. marz 1943,
óskað álits læknaráðs í barnsfaðernismálinu: F. J-dóttir gegn I. Þ-
syni, en því máli hefir verið áfrýjað til hæstaréttar.
Málsatvik eru þessi:
Barnið, sem er meybarn, fæddist 13. janúar 1942. Það var 2800 g
að þyngd, 47 sm langt, htiðin rauð og loðin. Samkvæmt vottorði yfir-
Ijósmóður Landsspítalans vantaði 2—3 vikur á, að barnið væri full-
burða.
Móður barnsins og tilnefndum föður ber saman um, að þau hafi
hitzt einu sinni, en greinir á um, hvenær það hafi verið. Móðirin
heldur því fram, að það hafi verið 27. apríl 1941, en tilnefndur faðir
telur það hafa verið á tímabilinu 30. marz til 2. apríl.