Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Blaðsíða 81
— 79 —
1956
Akureyrar. 3 tilfelli eru skráð af
bessum sjúkdómi á mánaðarskrám, 2
í september og 1 í nóvember, en ég
hef fulla ástæðu til að halda, að um
miklu fleiri tilfelli hafi verið að ræða
í sambandi við inflúenzutilfelli þau,
sem skráð eru í ágúst, september og
október, og vísast til þess, sem sagt er
um þetta í upphafi þessa kafla.
Eyrarbakka. Allfágætur kvilli gerði
vart við sig siðustu 4 mánuði ársins,
°g bar hann með sér flest einkenni
meningitis cerebrospinalis. Tilfellin
urðu hreint ekki svo fá. Sjúklingar
lágu lengi rúmfastir, og einkenni voru
lengi að hverfa til fulínustu.
Hafnarfí. 1 tilfelli er skrásett i októ-
her. Batnaði.
12. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 12.
1952 1953 1954 1955 1956
Sjúkl. 1507 396 6573 1214 7
Dánir 1 1 7
Mislingar eru aðeins skráðir í þrem-
Ul' fremur afskekktum héruðum (Búð-
urdals, Höfða og Dalvíkur), víst á
Jafnmörgum heimilum, og varð hvergi
ur faraldur, enda landsfaraldur ný-
^ega um garð genginn.
Búðardals. 4 tilfelli í ágúst og sept-
ember, en breiddist ekki frekar út.
13. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1952 1953 1954 1955 1956
Sjúkl. 187 155 100 214 143
Dánir
>» » M M M
Stingur sér viðs vegar niður, í ekki
færri en 16 læknishéruðum, nú i öll-
um landsfjórðungum, og verður úr
uokkur faraldur á stöku stað.
Ólafsvíknr. Með svipuðum hætti og
kverkabólga og kvef, gekk sem sé
uokkuð jafnt allt árið.
Þórshafnar. Skráð tilfelli í október
Mlgreinileg.
Horður-Égilsstaða. 1 mun með vissu
hafa smitazt af hvotsótt (ekki skráð).
Var það símaverkstjóri og veiktist
mjög hastarlega; leit í fyrstu út fyrir,
að hann hefði fengið occlusio arteriae
coronariae cordis. Mikil núningshljóð
bæði frá pleura v. megin, svo og frá
pericardii. Sendi sjúklinginn til
Beykjavikur, en þar var fullyrt, að
um hvotsótt væri að ræða.
Vestmannaeyja. 2 tilfelli skráð i
janúar, en það voru eftirhreytur frá
fyrra árs faraldri.
Hvols. Öll tilfelli á sama sveitabæn-
um, og barst hún þangað með konu
úr Reykjavík, er lagðist, rétt eftir að
hún kom i skyndiheimsókn á bæinn,
en úr faraldri varð ekki.
14. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 14.
1952 1953 1954 1955 1956
Sjúkl. 14 12 434 5977 176
Dánir „ „„11
Eftirhreytur hins mikla landsfar-
aldurs síðast liðins árs, aðallega vest-
an- og norðanlands. Virtist loks vera
að deyja út, er leið á árið.
Akranes. Skráð i desember, en
breiðist lítið út.
Bolungarvíkur. Hettusóttar varð vart
í janúar—marz. Drengur á 4. ári, sem
i 5 daga hafði verið með hettusótt,
fekk skyndilega sáran höfuðverk og
krampa og andaðist á öðrum degi.
Var talið, að hér hefði verið um
encephalitis að ræða.
Dlönduós. Tilfellin sennilega verið
nokkru fleiri en skráð eru, öll i Ból-
staðarhlíðarhreppi og líklega komin
norðan úr Skagafirði. 2 ungir menn
fengu epididymitis og áttu nokkuð i
henni, en ekki breiddist veikin frekar
út um héraðið.
Sauðárkróks. Skráð fyrra hluta árs.
Þórshafnar. 2 tilfelli skráð i febrúar.
Líklega í báðum tilfellunum óspecific
parotitis. Annar sjúklingurinn, 7 ára
drengur, fékk parotitis tvisvar aftur á
árinu, þótt ekki væri unnt að finna
stein eða stenosis í ductus Stenonii,
e. t. v. sýking frá nasopharynx.
Vopnafí. Sótt þessi, sem gengið hafði
í héraðinu 1955, hélt áfram að stinga
sér niður fram í apríl 1956, en varð
ekki vart síðan.
L