Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Blaðsíða 138
1956
136 —
ast til vinnu sinnar, en missti takið
á gluggakarminum, stakkst inn á gólf-
ið og hryggbrotnaði. 31 árs karlmað-
ur var við vinnu sína í pylsugerð
og var að troða kjöti i rafmagnshakka-
vél, er greip fingur lians, og skipti
það engum togum, að hendina tæki
af og framhandlegginn upp að miðju.
21 árs karlmaður var að setja vatn á
vörubíl sinn, er stóð á vegarkanti
austur í Axarfirði, er annan bil bar
þar að og renndi á bíl hins slasaða
þannig, að hann klemmdist á milli
bílanna með þeim afleiðingum, að af
tók annan fótinn rétt neðan hnés, og
hinn skaddaðist svo mikið, að taka
varð hann af rétt neðan hnés. Björn
Pálsson, flugmaður, flutti hinn slasaða
mann i flugvél sinni til Akureyrar, en
áður en lagt var af stað með sjúk-
iinginn að austan, fékk hann 1 lítra
af blóði, og hefur það vafalaust bjarg-
að lífi hans. Hann var mjög aðfram
kominn, er hann koin í Sjúkrahús Ak-
ureyrar, en hresstist sæmilega fljótt
eftir blóðgjöf og aðgerð þar. 36 ára
járnsmiður datt um eitthvað, sem á
gólfinu var, er hann var við vinnu
sína á verkstæðinu, fékk högg á hægra
gagnauga og blæðingu innan höfuð-
kúpu. Var fluttur nokkru síðar til
Kaupmannahafnar til dr. Busch og
skorinn þar með góðum árangri.
Jeppabifreið rann aftur á bak af hlað-
inu á Fosslióli niður i árgljúfrið rétt
við brúna. í bifreiðinni sátu roskinn
maður og 7 ára drengur. Gamli mað-
urinn komst út úr bílnum, áður en
hann rann fram af gljúfurbarminum,
en drengurinn fór með bilnum þarna
ofan i 10—11 m djúpt gljúfrið. Er
liann náðist upp aftur, sást að höfuð-
kúpa hans var brotin og heilaslettur
voru utan við sárbarmana. Drengur-
inn var þó ekki alveg' meðvitundar-
laus, er hann náðist upp og missti
aldrei alveg meðvitund eftir það.
Læknar komu bæði frá Breiðumýri og
Húsavik, og einnig fór ég þegar með
sjúkrabíl frá Akureyri. Með drenginn
var ekið svo hratt sem kostur var til
Sjúkrahúss Akureyrar og' hann þegar
tekinn á skurðarborðið til hreinsunar
og aðgerðar á höfuðsárum hans. Eftir
2Vz mánaða legu í sjúkrahúsinu gat
drengurinn farið heim með litils hátt-
ar lömun á öðrum handlegg og fæti,
sem nú er bötnuð til fullnustu. Það
virðist algerlega ótrúlegt, að menn
geti haldið lífi og orðið jafngóðir eftir
slíka áverka sem þarna var um að
ræða, en það getur þó auðsjáanlega
átt sér stað. Karlmaður, 71 árs að
aldri, var að aðstoða við slátrun á
kind. Er skotið var á kindina, geigaði
skotið og lenti í fæti mannsins með
þeim afleiðingum, að hann fékk brot
á os metatarsi I.
Grenivikur. Engin meira háttar slys.
Hin helztu voru: Piltur var að snúa
jeppa í gang, og sló sveifin hann;
meiddist um úlnlið og var frá verk-
um í 3 vikur. 10 ára drengur var að
leikjum nærri háum bakka við sjó.
Var hæðin ca. IV2 mannhæð. Stórgrýtt
var neðan við bakkann. Drengurinn
féll fram af honum og mun hafa kom-
ið niður á fæturna. Marðist liann illa.
Bólga og eymsli i fótum, stirðleiki í
tám og um ökla. Drengur datt ofan
af leiksviði í skólahúsinu, fékk heila-
hristing og stóra kúlu á enni. Roskin
kona var að prila upp á stól. Hann
sporðreistist, og bar hún fyrir sig
höndina með þeim afleiðingum, að
báðar framhandleggspípurnar hrukku
í sundur. Kona, er var að hekla, stakk
nál í höndina á sér, svo að skera varð
fyrir henni til að ná henni. Auk fram-
antalins sár 17, mör 10, tognanir 8,
stungur 3, rifbeinsbrot 1 og fract.
radii 1, minna háttar brunar 5.
Breiðumýrar. Fract. Collesi 3 (allt
gamlar konur), ossis metacarpi 2,
antebrachii 1, claviculae 1, cranii
complicata c. laceratione cerebri 1-
Var það 7 ára drengur, sem var i bil,
er hrapaði í gljúfur að Skjálfanda-
fljóti nokkru neðan við Goðafoss. Var
hann fluttur í sjúkrahúsið á Akureyri
og virðist, þegar þetta er skráð (í marz
’57), nær alveg hafa náð sér, bæði
andlega og líkamlega (sjá Akureyrar)-
Aðrar slysfarir voru smávægilegar og
án varanlegra afieiðinga.
Kópaskers. 2 gamlir menn fórust,
er íbúðarhús á Blikalóni á Sléttu
brann. Ungur maður drukknaði 1
hafnarmynninu á Raufarhöfn; var
hann drukkinn og kastaði sér fyrir