Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Blaðsíða 155
153 —
1956
5, tileygð 1, blóðleysi 3, offita 8,
hjartveiki 1, lungnakvef 2, vörtusýki
1. Brjóstmötunartími barna reyndist
1,6 mánuðir og fer lækkandi. Ljósböð
fengu 168 börn, samtals 1496 ljósa-
tima. Farið var í 350 vitjanir á 136
heimili.
Sjúkrasamlög.
Samkvæmt skýrslum Trygginga-
stofnunar ríkisins voru í árslok 225
sjúkrasamlög i landinu með samtals
96206 skráðum samlagsmönnum, í
kaupstöðum 60906 (þar af í Reykja-
vík 38234, en utan kaupstaða 35300.
Skráðir sjálfstæðir samlagsmenn eru
aðeins fullorðið fólk (þ. e. 16 ára og
eldra), en yngra fólk er tryggt með
foreldrum sínum eða fósturforeldrum.
Rvik. Barnadeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar annaðist allar bólusetn-
ingar og heilbrigðiseftirlit með börn-
um undir skólaskyldualdri i héraðinu.
Deildinni bárust tilkynningar um 1770
börn fædd á árinu, en afskipti hafði
hún af 1719 þeirra. 47 börn komu
ekki í leitirnar, hafa sennilega farið
úr bænum að sængurlegu móðurinnar
afstaðinni, en aðstandendur 4 barn-
»nna afþökkuðu aðstoð deildarinnar.
Hverfishjúkrunarkonur eru nú 7%
(ein vinnur að hálfu lijá mæðradeild
Heilsuverndarstöðvarinnar), og heim-
sóttu þær nýburana, jafnskjótt og
barnadeildinni hafði borizt tilkynn-
ing um þá og síðan reglulega til 4
mánaða aldurs og lengur, ef sérstök
ástæða þótti til. Þær fylgjast með
framförum barnanna, atlæti þeirra og
eldi, auk þess sem þær sjá um, að
komið sé með barnið á tilskildum
Hma til eftirlits og bólusetninga. Þau
úörn, sem í barnadeildina komu, og
aðstandendur eða hjúkrunarkonur
óskuðu eftir, að yrðu læknisskoðuð,
voru öll athuguð (einföld klinisk
rannsókn) af læknum deildarinnar.
Sá háttur var á hafður, að hverfis-
hjúkrunarkonur höfðu hver um sig
vikulega einn viðtalstíma (3 klst. i
senn) i deildinni. Boðuðu þær þá til
S1n ákveðinn fjölda barna úr umsjá
sinni, og voru þau athuguð og bólu-
sett. Með þessu var að mestu komið í
veg fyrir, að ungbörn lentu í þrengsl-
um og bið. Auk þessa var tekið á
móti börnum innan 7 ára aldurs 4
sinnum í viku til eftirlits og athug-
unar. Enn fremur var vikulega sértími
ætlaður kúabólusetningu og einnig
annar tími á vikufresti til ýmissa ann-
arra bólusetninga. Alls voru fram-
kvæmdar 31785 ónæmisaðgerðir. Lang-
samlega flest barnanna voru heilsu-
hraust, þroski þeirra eðlilegur og
framför góð. 3 hjúkrunarkonur starfa
að bæjarhjúkrun. Reyna þær að leysa
félagsleg vandamál sjúklinganna, jafn-
framt því sem þær hjúkra þeim. Eng-
um sjúklingi hefur verið neitað um
hjúkrun, og er hún veitt endurgjalds-
laust. Vitjanir voru alls 6772, flestar
til sjúklinga yfir sextugt, eða 6191, til
120 sjúklinga. Farin var 581 vitjun
til 36 sjúklinga, sem voru yngri.
Ólafsvíkur. Skipulögð heilsugæzla
utan skólaskoðana engin. Þó tel ég, að
vegna kunnleika míns við fólk og á
fólki hafi mér tekizt að fylgjast all-
verulega með heilbrigði þess.
Stykkishólms. Sjúkrasamlög starf-
andi i öllum hreppum héraðsins, og
virðist hagur þeirra flestra allgóður,
þó að iðgjöldum sé mjög stillt í hóf.
Flateyrar. Starfandi sjúkrasamlög í
öllum hreppum. í sumar var stofnuð
Rauðakrossdeild á Flateyri.
Hólmavíkur. Sú nýbreytni hefur
verið tekin upp, að börn fá ókeypis
ljósböð í sjúkraskýlinu hér. Hefur
stjórn sjúkrahússins sýnt mikinn skiln-
ing og velvild með því að lána ljósa-
lampa, sem eru eign sjúkrahússins,
til þessara þörfu nota, og á liún mikl-
ar þakkir skyldar fyrir. Mörg börn
hafa notað ljósin.
Ólafsfj. Sjúkrasamlagsiðgjald á ár-
inu var kr. 25,00 á mánuði, en reynd-
ist allt of lágt. Heilsuverndarstöð
starfar ekki, en ég sinni þeim störf-
um, sem þar undir heyra. Þó nokkrar
skyggningar árlega.
Akureyrar. Starfandi sjúkrasamlög
í öllum hreppum læknishéraðsins með
allmismunandi háum árgjöldum. Flest
þessara sjúkrasamlaga eru fremur illa
stæð, og er það einkum sjúkrahúsið,
sem stórtækt reynist á fjárhirzlu þess-
20