Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Blaðsíða 188
1956
— 186 —
rafmagnsleiðslu að Drangsnesi frá
orkuverinu hjá Hólmavík, og er talið,
að þvi verki Ijúki í vor. Byrjað að
leggja nýjan veg i Kollafirði, og veitti
ekki af, þvi að vegir eru víða slæmir
í sýslunni, en nú eru komnir allgóðir
vegarspottar sums staðar.
Hvammstanga. 1 vor og sumar og
reyndar langt fram á haust var mikið
unnið að jarðabótum, framræslu og
landbroti, og stækkuðu tún bænda óð-
fiuga, enda hafa þeir snúið sér að
aukinni mjólkurframleiðslu. Fyrirhug-
uð er á næsta ári bygging mjólkur-
vinnslustöðvar á Hvammstanga. All-
mikið unnið að vegagerð, og batna
vegir ár frá ári.
Blönduós. Ríkissjóður liefur lagt 1
—2 milljónir króna í „landnám“ á
einni jörð hér, Skinnastöðum á Kolku-
mýrum, og var tilætlunin, að þar gætu
orðið 5—6 býli, en aðeins 1 maður
hefur fengizt til að þiggja þarna jarð-
næði. Aðrir hafa frekar kosið að leita
sér jarðnæðis i önnur héruð eða
bregða búi, ef þeir hafa ekki átt kost
á jarðnæði innanhéraðs, sem þeim
hefur fallið. Húnvetningar hafa aldrei
verið hneigðir til sambýlis. Byggt var
upp að miklu leyti sláturhúsið hér á
Blönduósi, sem orðið var of litið og
óhentugt; fullgerðar voru brýr á
Svínadalsá og Laxá hjá Skrapatungu,
og lagt var rafmagn á nokkra bæi i
Torfalækjar- og Sveinsstaðahreppum
frá leiðslu þeirri, sem gerð var frá
Sauðanesstöðinni til Hvammstanga.
Árið áður höfðu flestir bæir milli
Blönduóss og Höfðakaupstaðar fengið
rafmagn, er leiðsla var lögð milli þess-
ara staða.
Ólafsfi. Lögð háspennulína frá
Skeiðsfossvirkjun til Ólafsfjarðar. Raf-
straumi hleypt á hluta af bænum fyrir
jól. Gamla rafstöðin var orðin ónóg
fyrir löngu. Aðalleiðsla vatnsveitunn-
ar lögð að nýju. Gömlu rörin, sem
voru úr tré, orðin mjög léleg. Nokkuð
unnið i Múlavegi. Ólafsfjarðarvegur
endurbættur. Gamla bryggjan lengd að
mun. Stóru steinkeri sökkt framan við
enda. Ofn beinamjölsverksmiðju gerð-
ur upp og undirbúningur hafinn að
koma fyrir síldarbræðslu í sama húsi.
Grenivíkur. Framan við bryggjuna
á að setja steinker. Var það steypt
upp síðast liðið sumar og verður þvi
sökkt framan við bryggjuna að sumri
komanda. Síðast liðið sumar var lokið
við raflínulagningu í hreppnum og
hún tengd við Laxárvirkjunina.
Straumi fyrir sveitina var hleypt á
18. ágúst síðast liðinn, en seinna á
Grenivík, og stóð á, að jarðstrengur
fengist. Götulýsingu var komið á í
hluta af þorpinu, en ekki eins góðri
og æskilegt væri, og stendur það til
bóta. íbúar hreppsins voru búnir að
fá sér öll nauðsynlegustu rafmagns-
tæki, er rafmagninu var hleypt á, og
eru þeir mjög ánægðir yfir þessum
framkvæmdum, þótt stofnkostnaður
hafi orðið mikill. Yzti bærinn á Látra-
strönd fékk dísilrafstöð. Sýsluvegur-
inn út á Látraströnd var mikið bættur
og endurlagður á pörtum. Byrjað var
á vegagerð frá Fnjóskárbrú (neðri)
upp Dalsmynnið að norðan. Tengir
þessi vegur saman veginn við Fnjósk-
árbrú og Fnjóskadalsveg, og með þvi
fæst snjóléttari leið frá Akureyri og
austur í sýslur og betra vegasamband
innanhéraðs.
Þórshafnar. Smiðuð bátabryggja í
Þórshöfn.
Vopnafi. Á vegum hreppsins var
hafizt handa um lagningu vatnsleiðslu
til þorpsins. Undanfarin sumur hefur
vatnsskortur verið mjög tilfinnanleg-
ur, þar eð ekki hefur verið um önnur
vatnsból að ræða en ófullkomna
brunna, sem þorna i langvinnum
þurrkum. Vatnið er tekið úr læk við
bæinn Ljótsstaði um 6 km frá kaup-
túninu. Grafið var fyrir vatnsleiðsl-
unni langleiðina frá Ljótsstöðum að
svokallaðri Búðaröxl ofan við kaup-
túnið og gengið frá pípum á þeim
kafla. Vatnið er yfirborðsvatn af mýr-
arflóunum milli Vesturdals og Selár-
dals og hvergi nærri gott neyzluvatn.
Um betri vatnsból er naumast að ræða
í viðráðanlegri fjarlægð. Jarðræktar-
framkvæmdir munu hafa haldið vel í
horfinu. Byggð var brú á Sunnudalsá.
Unnið var að vegagerð á nokkrum
smáköflum i héraðinu. Unnið að lagn-
ingu vegar yfir Sandvíkurheiði Vopna-
fjarðarmegin upp á svokallaða Ha-
mundarstaðaöxl. Bakkagerðismegin er