Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Blaðsíða 92
1956
— 90
þyngst veikur, og óttaðist ég, að um
annan sjúkdóm væri að ræða og sendi
manninn til Reykjavíkur, en þaðan
var hann sendur til dr. Busch í Kaup-
mannahöfn. Yar þar gefið upp, að um
encephalitis væri að ræða. Kom sjúk-
lingurinn við svo búið heim aftur, en
ekki að fullu orðinn góður.
B. ASrir næmir sjúkdómar.
Krabbamein. DrykkjuæSi.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
1952 1953 1954 1955 1956
Gonorrhoea 246 272 476 442 283
Syphilis 12 8 7 11 22
Ulcus vener. 4 »1 4 *»
Skráðum lekandasjúklingum fækkar
nú aftur, svo að miklu nemur, en
sárasóttarsjúklingum fjölgar hins veg-
ar ískyggilega.
Skýrsla kynsjúkdómalæknis
ríkisins 1956.
Á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar komu á þessu ári
samtals 483 sjúklingar. Heimsóknir á
deildina voru 1458. Eftir sjúkdómum
skiptust sjúklingar þannig: Syphilis:
21 sjúklingur (16 konur, 1 karl, 4
börn). Enginn sjúklingur kom með
s. primaria. Gonorrhoea: 78 sjúklingar
(40 konur, 38 karlar). 80 sjúklingar
voru rannsakaðir vegna gruns um
kynsjúkdóma, en reyndust ósmitaðir.
Milcill hluti þessara sjúkiinga fékk
profylaktiska meðferð. Pediculosis: 4
sjúklingar. Scabies: 11 sjúklingar.
Aðrir húðsjúkdómar: 289 sjúklingar
(112 konur, 118 karlar, 45 börn).
Læknismeðferð var veitt samtals 966
sinnum. Smásjárrannsóknir voru gerð-
ar 237 sinnum. Hvað kynsjúkdóma
snertir, er augljóst, að gonorrhoea
heldur enn velli hér á landi og hefur
ekki látið verulega undan síga hinum
nýju, ágætu lyfjum gegn þessum sjúk-
dómi. Orsökin er fyrst og fremst sú,
að ekki næst til nærri allra, sem veik-
ina hafa tekið, en eina leiðin til að
sem flestir komi til lækningar, er sú,
að hert sé á eftirgrennslan um upptök
sjúkdómsins. Samkvæmt Heilbrigðis-
skýrslum fyrir 1954 eru gonorrhoea-
sjúklingar taldir 476, þar af 356 í
Reykjavík. Eru þetta iskyggilega háar
tölur. Vafalaust er þó raunverulegur
fjöldi sjúklinga með þennan sjúkdóm
allmiklu meiri. Ýmsir starfandi lækn-
ar, sem taka gonorrhoeasjúklinga í
lækningu, munu ekki telja þá fram
í skýrslum. Þess má einnig geta, að
öll flutningaskip og flest stærri fiski-
skip hafa pensilín i lyfjabirgðum sin-
um, og algengt er, að stýrimenn gefi
pensilín, er skipverji verður sjúk-
dómsins var í hafi. Margir þessara
sjúklinga koma aldrei til læknis, og
enginn vissa er fyrir, að lækningin
hafi tekizt. Æskilegt væri, að miklu
nánari samvinna tækist á milli starf-
andi lækna og húð- og kynsjúkdóma-
deildar Heilsuverndarstöðvarinnar.
Læknar þurfa ekki annað en gera
deildinni viðvart í síma, og sér hún
þá um alla eftirgrennslan, rannsókn
og lækningu á smitberum. Einnig
þyrfti að takast betri samvinna milli
héraðslækna og deildarinnar. Þess eru
allmörg dæmi, að utanbæjarmenn
smitist af gonorrhoea hér í bæ og leiti
sér lækningar í heimahéraði sinu, án
þess að nokkur eftirgrennslan sé gerð
um upptök veikinnar. Ef héraðslæknar
og starfandi læknar utan Reykjavikur
gerðu sér að fastri reglu að tilkynna
jafnan til stöðvarinnar um slíkar smit-
anir, gæti það orðið mikill styrkur í
baráttunni gegn sjúkdómnum.
Rvík. 50 ára karlmaður frá Vest-
fjörðum dó i Landsspitalanum af völd-
um sárasóttar (Mb. cordis & aortae
lueticus).
Akranes. Af skráðum sjúklingum
með lekanda 2 útlendingar.
Stykkishólms. Kynsjúkdómar afar-
fátiðir hér, en 1 lekandasjúkling sá ég
þó á árinu.
Patreksfj. Báðir skráðir sjúklingar
útlendir.
ísafj. Skráðir 3 sjúklingar með lek-