Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Page 132

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Page 132
1956 — 130 — spermatocid meðul. Annars gerir fólk yfirleitt lítið til að takmarka barn- eignir. Algengt, að konur eigi barn á hverju ári. Bíldudals. Fósturlát, sem vitað er um, voru 2 á árinu. Þurftu ekki að- gerðar með. Þingeyrar. Fjölbyrja, 24 ára gömul, lét fóstri. Þar sem mikið blœddi, var liún tekin inn á sjúkraskýlið og legið tœmt. Flateyrar. Var kallaður til frum- byrju, þar sem um þverlegu var að ræða, höndin féll fram, og öxl var komin niður í grind. í svæfingu var gerð vending og barnið dregið fram. Konu og barni heilsaðist vel. Frum- byrja eignaðist tvíbura. Var á 7. mán- uði. Lifðu þeir rúman sólarhring. Fjölbyrja í Súgandafirði fékk ákafa blæðingu. Þegar ég kom, var hún í yfirliði vegna shocks og blóðmissis. Barnið dáið, var í þverlegu og blæddi frá fyrirsætri fylgju. Gaf strax macro- dex i. v., og í svæfingu var með fingri gerð dilatatio á cervix uteri, náð í fót og barnið dregið fram, en fylgjan sið- an_ losuð. Konunni heilsaðist vel. ísafj. Andvanafæðingar óvenju- margar á árinu og hafa aldrei verið jafnmargar, síðan ég kom hingað í héraðið. Ekki hef ég komið auga á neina sérstaka orsök þessa, og mun varla um annað en tilviljun að ræða. Læknis vitjað mest til deyfinga og minna háttar aðgerða. Afbrigðilegar fæðingar voru ekki margar, og var allt slikt lagt inn á sjúkrahúsið. Það fer nú mjög í vöxt, að konur fæði á sjúkrahúsi, þótt ekkert sé að, og valda því aðallega vandkvæði á að fá hús- hjálp. Djúpavíkur. Læknir viðstaddur eina fæðingu vegna andlitsstöðu. Fæðingin gekk vel. Aðrar fæðingar hefur ljós- móðirin annast ein með sóma og prýði. Ljósmóðir getur tveggja fóstur- láta, sem bæði gengu eftirkastalaust. Bæði á 3. mánuði meðgöngutíma. Nokkuð mun vera um takmörkun barneigna, og leitar fólk talsvert lækn- is til að fá vitneskju um þungunar- varnir. Hólmavíkur. Læknir viðstaddur flestar fæðingar. 1 frumbyrja fékk praeeclampsia og var send á fæðingar- deild Landsspítalans. Hún hafði lengi hypertensio og albuminuria á eftir, en hefur nú náð sér. Einu sinni gerð vending og framdráttur vegna fram- höfuðstöðu hjá fjölbyrju og gekk vel. Einu sinni var gerð episiotomia vegna asphyxia imminens og í annað sinn vegna ruptura perinei imminens. Ein kona fæddi fyrir tímann foetus mor- tuus, hydrocephalus. Utanhéraðskona ein fæddi dreng með morbus cordis congenitus (blue baby), og dó barnið eftir 36 klukkustundir. 2 fósturlát er mér kunnugt um, bæði á 3. mánuði. Annað gekk eftirkastalaust, og var eng- in teljandi blæðing. Hin konan hafði legið i 2 daga, og blæddi nokkuð. Eftir það byrjaði mikil blæðing skyndilega, og kom fóstrið, en blæðing minnkaði ekki, fyrr en ég hafði skafið legið. Konunni heilsaðist vel á eftir. Enginn abortus provocatus á árinu. Talsvert er um takmörkun barneigna og alltítt, að fólk leiti læknis til að fá fræðslu þar að lútandi. Hvammstanga. Öll börn fæddust fullburða og lifðu. Engar komplika- tionir við barnsfarirnar. 22 af 37 fæddu á skýlum. Ljósmæður geta ekki um fósturlát, en 2 konur, sem létu fóstri, voru fluttar á sjúkraskýlið og gerð evacuatio uteri. Þeim heilsaðist vel. Allmargar konur hafa leitað lækn- is með ósk um takmörkun barneigna, og fengu þær gúmhettur og patentex- krem. Arangur virðist enn þá góður. Blönduós. Placenta accreta hafði kona, sem fæddi hér i árslok 1955 og getið var i síðustu ársskýrslu. Hún hefur fætt i 3 skipti og alltaf komizt í lífshættu sökum blæðinga. Nú var gerð á henni resectio tubarum til þess að fyrirbyggja fleiri þunganir. Fæð- ingar með færra móti og fátt merki- legt um þær að segja. 27 konur fæddu á spítalanum, flestar vegna skorts a hjálp og aðhlynningu í heimahúsum, eða til að tryggja sér að geta í tæka tíð náð til ljósmóður og læknis, þær, sem heima eiga fram til dala, þvi að ljósmæður eru aðeins hér á Blönduósi. Þá voru 2 lagðar inn vegna mikilla blæðinga við fyrri fæðingar, 2 vegna bjúgs, 2 vegna fyrirsætrar fylgju, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.