Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 5
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 3
ritstjórnarbréf
Sjálfstæðisflokkurinn í kreppu, segir í fyrirsögn á for-
síðu Þjóðmála. Einhverjum kann að finnast of djúpt
í árinni tekið og jafnvel að í fyrirsögninni sé falinn
ósanngjarn dómur yfir verkum kjörinna fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi og sveitarstjórnum.
Auðvitað hefði verið hægt að nota önnur orð um
stöðu Sjálfstæðisflokksins; erfiðleikar, vandræði,
klípa, basl og þrautaganga eru allt orð sem gætu
lýst stöðunni. En ekkert þessara orða nær að lýsa því
hvernig ungt fólk hefur orðið afhuga Sjálfstæðis-
flokknum á undaförnum árum. Árið 2005 sögðust
yfir 44% kjósenda undir fertugu kjósa flokkinn. Nú
nær flokkurinn ekki 20% fylgi meðal ungs fólks og í
sumum aldurshópum rétt liðlega 10%. Í Reykjavík,
sem áður var höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, er
staðan sérstaklega slæm.
„Flokkur án æsku er flokkur án framtíðar,“ skrifar
Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi formaður Heim-
dallar. Í grein sem birtist hér í Þjóðmálum bendir
Ingvar Smári á að nú sé Sjálfstæðisflokkurinn, sem
eitt sinn gerði tilkall til unga fólksins, orðinn að jaðar-
flokki í hugum yngri kjósenda.
Þetta er kreppa Sjálfstæðisflokksins og aðeins með
því að horfast í augu við staðreyndir geta sjálfstæðis-
menn gert sér vonir um að vinna bug á erfiðleikunum.
Möguleikarnir eru fyrir hendi og það sem meira er, þeir eru meiri og betri en hjá nokkrum öðrum
stjórnmálaflokki.
Fyrir liðlega ári átti ég samtal við einn liðsmann Pírata, sem nú heilla ungt fólk. „Hvaða rugl er
þetta í þér,“ sagði ég við Píratann, „þú átt heima í Sjálfstæðisflokknum.“
„Já, það er líklega alveg rétt. Og ég skal koma til liðs við ykkur um leið og þið farið að tala um
frelsi,“ var einlægt svar Píratans.
Svarið endurspeglar ágætlega viðhorf fjölga ungra karla og kvenna sem ég hef rætt við á undan-
förnum mánuðum og misserum. Frelsið er bakbeinið í hugmyndum ungs fólks um leið og það
gerir sanngjarna kröfu til þess að á það sé hlustað, tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra og hagsmuna.
Ungt fólk er hugsjónafólk frelsis, sem oft nálgast hlutina með öðrum hætti en þeir sem eldri eru,
og það vill fá vettvang til að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. Hinn eðlilegi vettvangur er
Sjálfstæðisflokkurinn en þá þurfa flokksmenn að vera tilbúnir til að ryðja brautina.
Þolgæði til samtala milli kynslóða
Bjarni Benediktsson, sagði í setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1969 að allir
sækist eftir fylgi æskumanna og telji það sér„til ágætis að vera vinsælir í þeirra hópi“.
Fyrir 46 árum hafði formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjur að gjá gæti myndast á milli kynslóða.
„Flokkur án æsku er
flokkur án framtíðar“