Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 6
4 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 „Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að hefja útgáfu tímarits nú þegar heimilin fyllast dag hvern af ókeypis blöðum sem vinnandi fólk kemst ekki yfir að fletta, hvað þá að lesa. En einmitt við slíkar aðstæður gæti verið þörf fyrir tímarit um þjóðmál sem fólk kaupir sérstaklega til lestrar af því að það getur gengið að því vísu að þar sé að finna vandaðar greinar utan við dægurþrasið. Sú er að minnsta kosti von þess sem að útgáfu þess nýja tímarits stendur.“ Þannig skrifaði Jakob F. Ásgeirsson í ritstjóraspjalli í 1. hefti Þjóðmála haustið 2005. Tíu árum síðar er óhætt að segja að vonir stofnandans og ritstjórans hafi ræst enda tókst honum að bjóða upp á valkost; „vel skrifaðar og ígrundaðar greinar þar sem ýmislegt í stjórnmálum og þjóðlífinu almennt er tekið til skoðunar án undirgefni við margvíslegan rétttrúnað sem tröllríður okkar litla samfélagi“. Tíu ár að baki Hann varaði hins vegar við að láta baráttugleðina eina ráða för við lausn vandamála. Bjarni bætti síðan við til að brýna landsfundarfulltrúa: „Oft hefur verið sagt, að kjarni lýðræðis sé samkomulag eða afsláttur á alla vegu. Það er rétt, að oft er betri hálfur skaði en allur. Iðulega þarf að halda á þrotlausri þolinmæði og sveigjanleik til að ná því fram, sem mestu varðar, eða varða leikslok meira en vopnaviðskipti. Sá, sem ekki er reiðubúinn að berjast til úrslita, og, ef á þarf að halda, að standa eða falla með málstað sínum, kemur þó sjaldan miklu fram.“ Skilaboð Bjarna Benediktssonar til sjálfstæðismanna – jafnt þeirra yngri sem eldri voru einföld: „Hver einstaklingur verður að afla sér þroska og yfirsýnar með eigin reynslu. Þó getur hann einnig notið gagns af reynslu annarra, ef gát er beitt á báða bóga, og hvorki höfð andlaus eftir- öpun né tilætlun um blinda hlýðni. Klofning á milli kynslóða verður að forðast. Ólíkir aldurs- flokkar verða að hafa þolgæði til samtala sín á milli, hafa vit til hæfilegs samráðs og eflingar samhugs öllum til heilla. Svo hefur lengst af verið innan Sjálfstæðisflokksins. Við skulum öll leggja okkur fram um að sú verði raunin einnig héðan í frá. Eðlilegt er, að ungir menn óski eftir endurnýjun á meðal trúnaðarmanna flokksins. Þar skiptir aldur raunar minnstu máli, því að enginn, hvorki ungur né gamall, getur ætlast til þess að skipa trúnaðarsæti, nema hann njóti trausts. En til traustsins verða menn að vinna, jafnt ungir sem gamlir. Traust er hvorki meðskapað né helst það alla ævi, ef ekki er stöðugt til þess unnið.“ Bjarni Benediktsson er gott dæmi um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum söguna borið gæfu til að leiða ungt fólk til áhrifa. Hann var aðeins 26 ára þegar hann var kjörinn í bæjarstjórn Reykjavíkur. Bjarni varð borgarstjóri 32 ára og hann átti eitt ár í fertugt þegar hann tók við embætti utanríkisráðherra. Davíð Oddsson naut ungur mikils trausts meðal sjálfstæðismanna. Hann var kjörinn í borgar- stjórn 26 ára líkt og Bjarni heitinn Benediktsson og vann glæsilegan kosningasigur og endurheimti meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn árið 1982. Davíð varð borgarstjóri 34 ára gamall. Hann var 43 þegar hann myndaði sína fyrstu ríkisstjórn og varð forsætisráðherra. Hvorki Bjarni Benediktsson né Davíð Oddsson komust til æðstu metorða vegna þess að þeir voru ungir, heldur fyrst og fremst vegna þess að sjálfstæðismenn áttuðu sig á því að þar færu hæfileika- ríkir einstaklingar – leiðtogar framtíðarinnar. Það hefur verið styrkur Sjálfstæðisflokksins að gefa slíkum einstaklingum tækifæri. Eftir að hafa fylgst með og rætt við ungt fólk innan Sjálfstæðisflokksins er ég sannfærður um að þar er margt hæfileikafólk með skýrar hugsjónir og þrek til pólitískrar baráttu – geta orðið leiðtogar framtíðarinnar. En eins og áður þarf ungt fólk tækifæri. Ekki vegna þess að það sé ungt að árum heldur vegna þess að þeir eldri eiga að skynja hæfileikana og heillast af eldmóði sem ungt hugsjónafólk býr yfir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.