Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 7

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 7
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 5 Kveðjuorð Það er með blendnum huga sem ég skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð til lesenda Þjóðmála. Margir þeirra hafa verið dyggir áskrifendur allt frá því að fyrsta hefti ritsins kom út haustið 2005 — og sumir orðið símavinir ritstjórans. Ég mun sakna þeirra og ekki síður samskiptanna við hinn fjölmenna og fjölbreytta hóp sem skrifað hefur í Þjóðmál á undanförnum tíu árum. En allt hefur sinn tíma. Nú er rétti tíminn í mínum huga að söðla um og sleppa hendinni af þessu barni mínu. Væntanlega kunna lesendur líka vel að meta nýjar og ferskar áherslur í ritstjórninni. Nýr útgefandi og ritstjóri Þjóðmála, Óli Björn Kárason, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, er þaulreyndur blaðamaður með ódrepandi áhuga á stjórnmálum. Það er gott að vita af Þjóðmálum í hans höndum. Að svo mæltu þakka ég lesendum kærlega samfylgdina. Jakob F. Ásgeirsson Jakob bætti við: „Tímaritinu Þjóðmálum er ætlað að verða vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu. Ritstjórnarstefnu Þjóðmála er að öðru leyti best lýst með orðunum: frelsi og hæfilegt íhald.“ Það þarf úthald og þrautseigju til að halda úti tímariti í áratug líkt og Jakob F. Ásgeirsson hefur gert og það með jafn glæsilegum hætti og raun ber vitni. En þar hafa einnig margir lagt hönd á plóg og gert það mögulegt að halda útgáfunni áfram í föstum skorðum. Fyrir nokkru ákvað Jakob F. Ásgeirsson að draga sig í hlé frá útgáfu Þjóðmála, til einbeita sér að ritstörfum og öðrum verkefnum í útgáfu. Sem nýr ritstjóri og útgefandi Þjóðmála mun ég eiga Jakob sem hauk í horni og þess njóta lesendur Þjóðmála. Ég hef alltaf talið best að fjölmiðlar þróist fremur en að þeim sem umbylt. Þetta á ekki síst við um tímarit eins og Þjóðmál. Því verður haldið í hefðir en bryddað upp á smávægilegum nýjungum þegar færi gefst. En fyrst og síðast verður ritstjórnar- stefnan sú sama og áður; frelsi og hæfilegt íhald með innihaldsríku efni. Nýr vefur Um miðjan október næstkomandi opnar nýr vefur Þjóðmála – thjodmal.is (og þjóðmál.is). Mark- miðið er að til verði lifandi vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsmál sem eru efst á baugi hverju sinni. Með vefnum ætla Þjóðmál að stuðla að því að fjölbreyttar raddir borgaralegra afla fái að hljóma í óravíddum internetsins. óbk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.