Þjóðmál - 01.09.2015, Page 9

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 9
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 7 Nú láta ýmsir hér á landi eins og ekkert sé eðlilegra en Pútín hafi fyrri orð og afstöðu að engu. Rússar hafi fullt vald til að fara sínu fram. Nágrannar Rússa í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi kalla hins vegar á Bandaríkjamenn og NATO sér til hjálpar. Að Íslendingar eigi við þessar aðstæður að sitja hjá eða jafnvel rétta „friðarhönd“ til Rússa er fráleitt. II. Þegar umræðurnar um innflutningsbann Pútíns hófust var engu líkara en sumir alþingismenn og aðrir íslenskir ráðamenn misstu fótanna. Þeir bærust með straumnum eða hlýddu kalli þess sem hæst hrópaði. Leið þó ekki á löngu þar til forystumenn fótuðu sig og slógu því föstu að ekki yrði hróflað við mótaðri stefnu en grand- skoðað yrði til hvaða óhagræðis hún leiddi fyrir fiskvinnslu- og útflutningsfyrirtæki. Hið sama gerðist þegar fréttir bárust um hrikaleg örlög hundruð þúsunda farand- og flóttamanna sem flæddu yfir Evrópu af meiri þunga en áður. Mátti ætla að stjórnmálamenn teldu nauðsynlegt að varpa öllum skynsam- legum rökum eða reynslu annarra þjóða til hliðar. Þeir ættu að fara í kapphlaup um hver nefndi hæstu tölu þeirra sem taka ætti á móti hér á landi. Vandinn vegna þessa mikla straums aðkomu- fólks hefur sett allt á annan endann innan Evrópusambandsins. Engu er líkara en ráðamenn þar telji sér trú um að hann verði leystur með því að setja reglur um kvótaskiptingu milli einstakra landa. Augljóst er að Schengen-samstarfið er í uppnámi. Grunnþáttur þess er að ytri landa- mæri svæðisins séu lokuð fyrir öðrum en þeim sem hafa löglega heimild til að koma inn á það. Þessi stoð er úr sögunni og þar með verður að grípa til annarra ráða. Danir hafa skapað sér nokkra sérstöðu meðal þjóða ESB að því leyti að þeir standa mjög fast á rétti sínum til að stjórna komu farand- og flótta- manna til lands síns. Þar gætir ekki síst áhrifa Danska þjóðarflokksins þótt hann hafi aldrei átt ráðherra í ríkisstjórn. Í kosningunum hinn 18. júní 2015 hlaut flokkurinn 21,1% atkvæða. Kristian Thulesen Dahl, formaður flokksins, segir í bréfi til flokksmanna sinna hinn 31. ágúst 2015 að við núverandi aðstæður skipti meira máli en oftast áður að ræða áhrif aðstreymi farand- og flóttamanna. Þjóðflutningar sam- tímans krefjist annarra aðgerða en gripið hafi verið til við landamæravörslu Evrópu til þessa. Hann segir mikilvægt að skilja á milli þeirra sem leita sér betri lífskjara, efnahagslegra farand- manna, og raunverulegra flóttamanna sem óttist um líf sitt í heimalöndum sínum. Hann leggur til að ráðamenn í ESB taki sér Ástrali til fyrirmyndar. Þar hafi stjórnvöld tekið af skarið um að þeir sem reyni að komast til landsins á bátum smyglara fái ekki hæli í Ástralíu. Þetta hafi leitt til þess að almennt séð komi innflytjendur ekki lengur með slíkum bátum til Ástralíu. Innan Evrópu eigi að grípa til svipaðra aðgerða. Þetta muni hins vegar ekki gerast hratt og þess vegna sé nauðsynlegt að taka upp landamæraeftirlit. Reglum samkvæmt megi brottvísa þeim sem komi frá öruggu landi. Þannig megi láta Þjóðverja leysa úr máli þeirra hælisleitenda sem koma að þýsk-dönsku landamærunum. Þjóðverjar geti gert hið sama við eigin landamæri. Þeir ákveði það. Þess er skemmst að minnast að fyrir fáeinum árum beitti dönsk ríkisstjórn með stuðningi þjóðarflokksins sér fyrir upptöku eftirlits við landamæri Danmerkur. Vakti þetta mikla undrun og reiði innan ESB. Nú talar jafnvel Angela Merkel Þýskalandskanslari fyrir slíku eftir- liti í einhverri mynd. Danskir jafnaðarmenn sem voru andvígir því á sínum tíma styðja það nú. Hertar reglur og skipuleg framkvæmd þeirra er ákall sem nær eyrum ráðamanna á meginlandi Evrópu. Hér eru umræður um nýja útlendingalöggjöf hins vegar á aðra lund. Við framkvæmd gildandi laga virðast meira að segja ríkja efasemdir um hvort réttmætt sé að brottvísa Albönum. Með ólíkindum er ef nokkur farand- eða flóttamaður sem hingað kemur átti síðast fyrir komu sína viðdvöl í öðru landi en því sem Þegar umræðurnar um innflutningsbann Pútíns hófust var engu líkara en sumir alþingismenn og aðrir íslenskir ráða- menn misstu fótanna. Þeir mundu berast með straumnum eða hlýða kalli þess sem hæst hrópaði. Leið þó ekki á löngu þar til forystumenn fótuðu sig og slógu því föstu að ekki yrði hróflað við mótaðri stefnu en grandskoðað yrði til hvaða óhagræðis hún leiddi fyrir fiskvinnslu- og útflutningsfyrirtæki.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.