Þjóðmál - 01.09.2015, Page 13
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 11
Kjör Jeremy Corbyns sem leiðtoga breska
Verkamannaflokksins, hefur vakið upp vonir
í brjóstum margra íslenskra vinstri manna.
Samfylkingin er sundurtætt og VG nær sér ekki á
strik, eftir útreið í síðustu kosningum.
Corbyn var í áratugi utangarðsmaður í
Verkamannaflokknum. Páll Vilhjálmsson skrifar
á bloggsíðu sína (14.09.) að sigur Corbyns veki
athygli á foringjafæð vinstrimanna á Íslandi.
Corbyn sé „holdtekja róttækrar vinstristefnu” og
að íslenska uppskriftin sé „jaðarpólitíkus Vinstri
grænna, Ögmundur Jónasson”:
„Gamall í hettunni eins og Corbyn og úti á
kanti í eigin flokki.”
Ögmundur Jónasson er himinlifandi yfir kjöri
Corbyns. Hann skrifaði kjallaragrein í DV (19.09)
og felldi eftirfarandi dóm:
„Langt er síðan annar eins hófsemdarmaður
hefur komist í fremstu víglínu breskra stjórn-
mála og nýkjörinn formaður Verkamanna-
flokksins, Jeremy Corbyn.“
Framsóknarflokkurinn um 11%, Samfylkingin
9% og Björt framtíð 4,4%.)
Þetta var síðasta könnun Gallups fyrir þing-
setningu hinn 8. september en sama kvöld
flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis-
ráðherra stefnuræðu sína. Í umræðum um hana
mátti sjá skýringu á því hvers vegna hallar undir
fæti hjá „grónu flokkunum“: Það má efast um að
hugur fylgi máli hjá ræðumönnum. Ástæða er
til að spyrja: Hafa þeir pólitíska sannfæringu?
Viðbrögð Árna Páls við vanda Samfylkingar-
innar einkennast af sannfæringarskorti: Af því
að hinum vegnar illa þarf ég ekki að hætta.
Að hugtakið „fjórflokkurinn“ þyki gjaldgengt
stafar af því að stefnufesta eða ágreiningur um
meginmál setja ekki svip á stjórnmálastarfið.
Þetta er sami grautur í sömu skál, segir fólk.
Í umræðum um stefnuræðuna greindi Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sig
frá öðrum með því að tala um það sem hann
kallaði „frelsismál“, það er að þingið ætti að
treysta fólki til samræmis við það sem fólk teldi
að það ætti að fá að sjá frá þinginu. Hann vék
með öðrum orðum að einstaklingsfrelsinu og
svigrúmi hvers og eins til að ráða eigin málum.
Stendur Sjálfstæðisflokkurinn við þá stefnu í
reynd? Ekki með því að setja þriggja ára reglu
um nám í framhaldsskóla eða þrengja rétt fólks
til að sækja þar nám. Svo að eitt nærtækt mál
sé nefnt.
Raunar flutti Ólafur Ragnar Grímsson forseti
Íslands skýrustu stefnuræðuna þingsetningar-
daginn þegar hann talaði gegn vanhugsuðum
breytingum á stjórnarskránni sem miðuðu að
því að skerða fullveldi þjóðarinnar.
Fullyrðingar um að stjórnarskrá lýðveldisins
standi þróun íslensks samfélags fyrir þrifum eru
til marks um skort á sannfæringu um málefni
þjóðinni til heilla. Síðasta þing einkenndist af
innantómum ræðum um störf þingsins sjálfs
eða fundarstjórn forseta af ótta við umræður
um pólitísk átakamál.
Í tilefni af ræðu Ólafs Ragnars fór Birgitta
Jónsdóttir í skotgrafirnar í umræðum um
stefnuræðuna og sagði:
„Það er ljóst að forseti lýðveldisins hefur fært
sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir
gagnvart þingræðinu í dag og undir því get
ég ekki setið án þess að andmæla af fullum
krafti. Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig
fram til að sinna hlutverki forseta sem er
annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn
að sleppa tökunum af málskotsréttinum til
þjóðarinnar sjálfrar.“
Forsetinn sagði alþingi ekki fyrir verkum.
Hann brá ekki fæti fyrir þingræðið. Hann lýsti
hins vegar skoðun sem Birgitta er ósammála og
fór með því „inn á háskalegar og gerræðislegar
brautir“! Birgitta vill breyta stjórnarskránni, til
þess hefur hún tækifæri sem þingmaður. Forseti
Íslands getur ekki breytt stjórnarskránni.
Birgittu hefur hins vegar mistekist ætlunarverk
sitt í árin sex sem hún hefur setið á þingi.
Hvernig væri að líta í eigin barm en ekki skella
skuldinni á aðra?
Hann vék með öðrum orðum að
einstaklingsfrelsinu og svigrúmi hvers og
eins til að ráða eigin málum. Stendur Sjálf-
stæðisflokkurinn við þá stefnu í reynd?
Ekki með því að setja þriggja ára reglu
um nám í framhaldsskóla eða þrengja
rétt fólks til að sækja þar nám. Svo að eitt
nærtækt mál sé nefnt.
Hófsemdarmennirnir
Ögmundur og Corbyn