Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 16
14 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
flokkurinn stöðu sína verulega og jók fylgið í 17
sveitarfélögum:
• Í átta sveitarfélögum fékk flokkurinn yfir
helming atkvæða.
• Í einu sveitarfélagi var ekki boðið fram gegn
lista sjálfstæðismanna og var hann því
sjálfkjörinn.
• Í fimm sveitarfélögum var Sjálfstæðis-
flokkurinn með 40-50% atkvæða.
• Í fimm sveitarfélögum var fylgið 35-40%.
Ólíkt því sem áður var þegar Reykjavík var
líkt og dráttarklár fyrir Sjálfstæðisflokkinn
um land allt er höfuðborgin orðin dragbítur.
Án Reykjavíkur var fylgið í sveitarstjórnar-
kosningum 2014 töluvert yfir meðaltali síðustu
fimm áratuga. Það er erfitt og jafnvel útilokað
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná aftur fyrri styrk
á landsvísu án þess að styrkja stöðu sína í
höfuðborginni. Flokkurinn þarf að auka fylgi
sitt um a.m.k. þriðjung, að öðru óbreyttu. Í
sögulegu samhengi væri slík fylgisaukning þó
vart ásættanleg.
Frá 1962 hefur meðalfylgi Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórnarkosningum verið 46,7% og mest
var fylgið árið 1999 eða 60,4%. Í kosningum
1962 til 2006 var fylgið 49,6% að meðaltali en í
tvennum síðustu kosningum aðeins 29,6%. Frá
2002 hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei náð yfir
45% kjósenda á sitt band og náði botninum á
síðasta ári – 25,8%.
Sögulega hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf
notið meira fylgis í borgarstjórnarkosningum
en í alþingiskosningum. Í heild hlaut flokkurinn
25,1% atkvæða í báðum kjördæmum Reykja-
víkur í kosningum til Alþingis árið 2013. Í ljósi
reynslunnar gátu reykvískir sjálfstæðismenn
varla reiknað með öðru en að stuðningurinn í
borgarstjórnarkosningunum yrði töluvert meiri.
Þegar viðbætist umdeilt stjórn borgarinnar
fjögur árin á undan, voru tækifærin til staðar.
Arfleifð meirihluta meirihluta Samfylkingar
og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar er ekki
Vestmannaeyjar 73,2%
Bolungarvík 61,7%
Garður 60,4%
Garðabær 58,8%
Hveragerði 58,5%
Rangárþing ytra 53,9%
Seltjarnarnes 52,6%
Árborg 51,0%
Mosfellsbær 48,7%
Grunarfjörður 47,8%
Snæfellsbær 46,1%
Grindavík 42,8%
Akranes 41,3%
Kópavogur 39,0%
Fjarðabyggð 37,4%
Hornafjörður 37,2%
Reykjanesbær 36,5%
Hafnarfjörður 35,8%
Skaftárhreppur 34,9%
Borgarbyggð 34,7%
Seyðisfjörður 34,0%
Rangárþing eystra 34,0%
Ísafjarðarbær 32,3%
Vogar 30,2%
Fjallabyggð 29,4%
Norðurþing 27,6%
Skagafjörður 26,7%
Akureyri 25,8%
Reykjavík 25,7%
Ölfus 25,2%
Dalvíkurbyggð 24,6%
Fljótsdalshérað 22,0%
Sandgerði 17,5%
í Vesturbyggð var D-listi
sjálfkjörinn þar sem enginn bauð
fram á móti meirihluta.
sVeitaRstjóRnaR-kosningaR 2014:
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í 34 sveitarfélögum