Þjóðmál - 01.09.2015, Page 34

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 34
32 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Að baki því sem hér segir er rökstudd skoðun um að gömlu Evrópuþjóðirnar séu á hraðri leið til sameiginlegs sjálfsmorðs. Þetta hljómar ógnvekjandi og finnist ein- hverjum að í orðunum felist móðursýki getur sá hinn sami einfaldlega látið eftirfarandi ólesið. Vegna sjálfs sín ætti hann þó ekki að gera það, um langa hríð hefur ekki verið unnt að horfa fram hjá staðreyndunum: Spáin er raunsæ. Þegar maður horfir út um gluggann á húsi sínu eða bílnum er enn margt sem virðist stöðugt og kunnuglegt en sá er óvenjulega illa upplýstur eða haldinn víðtækum skorti á veruleikaskyni sem sér ekki skriftina á veggn- um: Elíturnar í (Vestur-) Evrópu hafa látið af viljanum til að verja evrópska menningu og siðmenningu. Nótt sem nýtan dag flæðir stór straumur fólks án persónuskilríkja eða með fölsk skilríki inn yfir óvarin landamæri Evrópu. Í gamla daga, þ. e. a. s. fyrir fáeinum árum, hefði lögregla, landa- mæraverðir eða hermenn stöðvað fólkið og sent það til baka. Nú á okkar tímum eru evrópsk herskip notuð til að fylgja hinum ólöglegu innflytjendum örugglega í næstu höfn þar sem þeim er séð fyrir mat og drykk, gistingu og umsóknareyðublöðum um hælisvist. Yfirvöldunum er fullljóst að í hópi hinna óboðnu eru hryðjuverkamenn með reynslu af stríði, félagar í samtökum sem hafa nú árum Dr. Bent Jensen prófessor Þjóðflutningar okkar tíma

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.