Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 42

Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 42
40 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 ekki væri vegna innflytjenda. Þá segir hann rangt sem Bush forseti sagði að innflytjendur séu að vinna vinnu sem Bandaríkjamenn vilji ekki vinna. Það sé alltaf spurning um launin og í mörgum tilvikum séu boðin svo lág laun að vegna framboðs af innfluttu vinnuafli. Sama hefur verið hent á lofti hér að innflytjendur væru að vinna vinnu sem íslendingar vildu ekki vinna. Það er með sama hætti rangt eins og Krugmann bendir á. Það er spurning um hvaða kjör boðið er upp á. Á sama tíma og við sækjumst eftir fólki til að vinna við hátæknisjúkrahús eins og Norðmenn sækjast eftir því að fá velmenntaða íslenska hjúkrunarfræðinga þá er það ekki keppikefli að taka við fólki sem fyrirsjáanlega lendir í erfiðleikum við að aðlagast samfélaginu, þarf að veita ómælda aðstoð meira og minna alltaf. Munurinn er sá að í fyrrnefnda tilvikinu þá er sótt í hæft fólk sem viðkomandi land skortir til að geta búið við bestu lífskjör. Í hinu tilvikinu er fólk sem engin sækist eftir sem fyrirsjáanlega mun rýra lífskjör fólksins í landinu. Þar við bætist ógnin frá Íslamistunum sem ekki er hægt að horfa framhjá. Hvað sem líður virðingu okkar eða virðingarleysi fyrir trúar- brögðum þá verður ekki horft framhjá því að mesti órói og ófriður er í kring um fólk sem játar Múhameðstrú. Fjölgun þeirra sem játa þá trú er því ekki æskileg. Um leið og þetta er sagt þá liggur fyrir að fjöldi fólks sem játar þessa trú er mikið ágætis fólk og mundi geta orðið landi og þjóð til framdráttar. En það verður hugsanlega að líða fyrir öfgar og illmennsku trúarsystkina sinna og þess að samfélög þeirra sem játa þessi trúarbrögð í Evrópu hafa ekki brugðist við með virkri fordæmingu á illmennskunni og villimennskunni sem framin er í nafni þessara trúarbragða. Á sama tíma og stórir hópar Íslamista í Evrópu fara um götur með illindum og láta ófriðlega og hrópa vígorð gegn kristni og þeim löndum sem þeir njóta gistivináttu með hótunum um að banna mannréttindi og taka upp sharía lög þá verða aðrir og hófsamari Múslimar að gjalda fyrir það. Með því að þannig sé farið að, þá þrýstir það á fólkið sem vill halda frið við kristin gildi og Evrópska menningu, til að fordæma og útvísa þeim sem hrópa á torgum Evrópu á mikilleik Allah og dauða yfir kristni og kristin þjóðríki, að láta af þessu athæfi eða fara burt úr álfunni ella. VII. Ný lög um innflytjendur. Hanna Birna Kristjánsdóttir skipaði þver- pólitíska nefnd til að endurskoða lög um útlendinga og gerði formann Bjartrar framtíðar að formanni nefndarinnar. Því má velta fyrir sér hvort brýnast var að endurskoða lög um útlendinga, en það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Að mínu mati var nauðsynlegt að gera þær breytingar á útlendingalögunum, sem auðveldaði stjórnvöldum að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og koma þeim í burtu strax, til þess lands sem þeir komu frá, gætu þeir ekki framvísað nauðsynlegum skilríkjum eða sönnunum um réttmæti þess, að þeir falli undir skilgreiningu sem flóttafólk. Tillögur nefndarinnar ganga í þveröfuga átt. Þvert á móti eru úrræði stjórnvalda skert og réttar- áhrifum í öllum málum sem varða alþjóðlega vernd frestað þegar niðurstaða Útlendinga- stofnunar er kærð og niðurstaða liggur fyrir á æðra stjórnsýslustigi. Það þýðir að ólöglegir innflytjendur sem kalla sig flóttamenn, en eru það í fæstum tilvikum, eru á framfæri íslenskra skattgreiðenda um margra mánaða og þess vegna margra ára skeið. Öll sönnunarbyrðin samkvæmt lögunum liggur á ríkisvaldinu en ekki þeim sem halda fram rétti sínum til að koma og fá hæli í landinu á forsendum sem þeir geta ekki sýnt fram á að séu réttar. Er þetta ekki að snúa réttlætinu svolítið á haus? Við sem fámennt land höfum takamarkaða Að mínu mati var nauðsynlegt að gera þær breytingar á útlendingalögunum, sem auðveldaði stjórnvöldum að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og koma þeim í burtu strax, til þess lands sem þeir komu frá, gætu þeir ekki framvísað nauðsynlegum skilríkjum eða sönnunum um réttmæti þess, að þeir falli undir skilgreiningu sem flóttafólk. Tillögur nefndarinnar ganga í þveröfuga átt. Þvert á móti eru úrræði stjórnvalda skert. Það þýðir að ólöglegir innflytjendur sem kalla sig flóttamenn, en eru það í fæstum tilvikum, eru á fram- færi íslenskra skattgreiðenda um margra mánaða og þess vegna margra ára skeið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.