Þjóðmál - 01.09.2015, Side 43
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 41
möguleika til að veita flóttamönnum sérhæfða
þjónustu sem þeir þurfa iðulega mikið á að
halda séu þeir raunverulegir flóttamenn. Við
getum t.d. ekki veitt þeim sem búa í landinu
í dag viðunandi geðlæknishjálp hvað þá hópi
fólks sem þarf virkilega á að halda eftir þær
mannraunir sem raunverulegir flóttamenn
hafa þurft að líða komandi frá stríðshrjáðum
svæðum í gegn um þær hörmunar sem því fylgir.
Það þýðir hins vegar ekki það að við lokum
landinu fyrir þeim sem eru í virkilegri neyð og
eru raunverulegir flóttamenn. En krafan verður
þá að vera sú og ekki er hægt að gefa afslátt
á þeirri kröfu, að þeir sem hingað koma og
segjast vera flóttamenn sanni eða a.m.k. geri
það sennilegt að svo sé. Það er ekki ásættanlegt
að einhver komi til landsins hafandi hent öllum
persónuskilríkjum og haldi fram að hann sé
flóttamaður og öryggi hans sé ógnað. Slíku fólki
á að vísa tafarlaust frá án vandamála fyrir íslenska
þjóð, skattgreiðendur eða réttarkerfi.
Athyglisvert er að þverpólitíska nefnd
varaformanns Sjálfstæðisflokksins leggur til að
enn skuli haldið í vegferð tungutaks pólitísks
rétttrúnaðar. Það sem áður hét ólöglegur
innflytjandi en hefur á síðari tímum verið
nefnt hælisleitandi má ekki nota lengur heldur
skulu ólöglegu innflytjendurnir nú nefndir
„umsækjendur um alþjóðlega vernd“. Svona
orðatepra er óttalega hvimleið og fjarri því að
þjóna einhverju markmiði öðru en því að þeir
sem telja sig útvalda í góðmennskunni, geti
sveipað sig með orðum og hugtökum sem eru
venjulegu fólki framandi – allt í því skyni að
ómenntaðir leikmenn þvælist ekki fyrir þver-
pólitísku elítunni í góðmennsku sinni á kostnað
alþýðu þessa lands.
Hverjir þurfa að sækja um alþjóðlega vernd?
Þeir einir sem búa við ógn um líf og heilsu í
heimalandi sínu. Í venjulegu samfélagi þá er
við það miðað að þeir sem sækja um eitthvað –
einhvern rétt eða ívilnun af einhverju tagi – sýni
fram á það eða geri sennilegt að umsækjandi
þurfi á því að halda. Í réttarumhverfi Útlendinga-
laga samkvæmt vilja þverpólitísku nefndarinnar
er þetta ekki þannig. Það er skattgreiðenda að
sýna fram á með ærnum tilkostnaði og uppi-
haldi ólöglegra innflytjenda í marga mánuði
að viðkomandi eigi rétt eða eigi ekki rétt á
alþjóðlegri vernd. Allan kostnað ber ríkið m.a.
kostnað málflutningsmanna, sálfræðinga, teymi
og meiri teymi frá Rauða krossi Íslands o.s.frv.
Móttaka ólöglegra innflytjenda sem skilgreina
sig sem umsækjendur um alþjóðlega vernd
alias hælisleitendur bera skattgreiðendur. Beinn
kostnaður skattgreiðenda af þessu í dag er
meira en milljarður á ári og vandamálið á bara
eftir að aukast og aukast ennþá meir ef þver-
pólitíska nefndin nær fram þeim breytingum á
Útlendingalögum sem hún leggur til.
Móttaka ólöglegra innflytjenda og aðstoð
við þá er „big business“ og gríðarlegt hags-
munamál fyrir m.a.aðila eins og Rauða kross-
inn, lögmenn sem sinna málum ólöglegra
innflytjenda, félagsfræðinga og fjölmarga
fleiri. Þessir aðilar knýja á um að landamærin
verði sem opnust vegna eigin hagsmuna og
sumir þeirra formæla þeim sem andæfa og
kalla þau jafnvel hjartalausa, fasista, rasista,
grimmdarseggi o.s.frv. Merkimiðarnir eru
fjölmargir. Svona orðræða er til þess fallin að
girða fyrir málefnalega umræðu um hags-
Óttar Proppe, formaður nefndar um endurskoðun laga
um útlendinga, Athyglisvert er að þverpólitíska nefnd
varaformanns Sjálfstæðisflokksins leggur til að enn skuli
haldið í vegferð tungutaks pólitísks rétttrúnaðar. Það sem
áður hét ólöglegur innflytjandi en hefur á síðari tímum
verið nefnt hælisleitandi má ekki nota lengur heldur skulu
ólöglegu innflytjendurnir nú nefndir „umsækjendur um
alþjóðlega vernd“. Svona orðatepra er óttalega hvimleið
og fjarri því að þjóna einhverju markmiði öðru en því að
þeir sem telja sig útvalda í góðmennskunni, geti sveipað sig
með orðum og hugtökum sem eru venjulegu fólki framandi
– allt í því skyni að ómenntaðir leikmenn þvælist ekki fyrir
þverpólitísku elítunni í góðmennsku sinni á kostnað alþýðu
þessa lands.