Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 51

Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 51
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 49 kosningum. Hvorug spásögn Össurar rættist, en vinstri grænir fengu reglulega yfir sig gusur frá samfylkingarmönnum sem töldu þá hafa svikist undan merkjum við sameiningu vinstri- manna. „Samfylkingin leit svo á að hún væri þessi stóri flokkur sem ætti að eiga þetta svið og lagði mikið upp úr því að þau væru stór en við lítil,“ segir Steingrímur í bók sinni Frá hruni og heim og bætir því við að smám saman hafi samfylkingarmenn sætt sig við tilveru Vinstri grænna „en forsenda þess var sú að við yrðum alltaf áhrifalítill jaðarflokkur“. Þrátt fyrir að spár Össurar rættust ekki, voru aðrar spásagnir nær sanni. Í lesendabréfi í DV sumarið 1998 segir Birgir nokkur orðrétt um hinn nýja flokk: „Samstarf við Ögmund Jónasson verður þeim ... erfitt. Hann rekst illa í flokki og er alltof sjálfstæður fyrir Steingrím.“ Fyrir alþingiskosningarnar 2003 urðu harðari átök en menn höfðu átt að venjast um langan tíma og fyrir tilstilli forystumanna Samfylk- ingarinnar var baráttunni stillt upp sem einvígi tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, svokallað „tveggja turna tal“. Vinstri grænir töpuðu nokkru fylgi í þeim kosningum, en flokk- urinn hafði þó meiri vigt í landsmálunum en þingstyrkur gaf tilefni til að ætla. Réð þar ef til vill stefnufesta Steingríms J. og kemst hann svo að orði um þessi mál: „Við trufluðum þau [samfylkingarfólk] ekki mikið á meðan við vorum lítil en ef að við nálguðumst þau í skoðanakönnunum fóru þau að skjálfa. Samfylkingin hefur aldrei átt auðvelt með að hafa okkur of nálægt sér í þeim skilningi.“ En fleira varð til að styrkja stöðu Vinstri grænna. Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur látið þess getið í samtali við höfund að flokkur þeirra hafi náð mikilli fótfestu í dreifðari byggðum landsins að stórum hluta vegna eindreginnar andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, færði sinn flokk á þeim árum nærri Evrópusambandinu og þetta gramdist mörgum framsóknarmönnum. Þá gerðist það árið 2007 að ýmsir framsóknarmenn studdu frumvarp til laga um afnám banns við innflutningi á hráu kjöti. Vinstri grænir áttu sinn þátt í að stöðva það mál og uppskáru enn meira fylgi frá gömlum framsóknarmönnum fyrir vikið. Hápunktur kjörtímabilsins 2003–2007 var án efa fjölmiðlamálið, en stjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks lagði fram frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum vorið 2004. Í umræðum um málið í þingsal var Davíð Oddsson forsætisráðherra einhverju sinni fjarverandi. Steingrími J. Sigfússyni varð þá að orði í pontu á Alþingi: „Hann getur ekki haft nein lögmæt forföll. Ég hlýt að líta svo á hann þori ekki ... hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig ... ég hlýt að líta svo á ... og það skal ég þá standa við að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“ Í janúarmánuði 2006 slasaðist Steingrímur alvarlega er bíll hans fór útaf á hringveginum við Klif, á milli Ártúna í Langadal og Bólstaðar- hlíðar í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Hann var á suðurleið er bíll hans lenti á hálkubletti með þeim afleiðingum að hann fór útaf og alls fimm veltur. Steingrímur gat sjálfur hringt og kallað eftir aðstoð, en senda þurfti tækjabíl á staðinn til að klippa hann út úr flakinu. Bíllinn var gjörónýtur. Steingrímur var fluttur með sjúkrabifreið til Blönduóss, en slys hans voru metin það alvarleg að flogið var með hann í þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild í Reykjavík. Alls brotnuðu þrettán rifbein, viðbein og hryggtindar, auk þess sem lungu féllu að hluta saman. Það mátti teljast mikil mildi að hryggur og háls sluppu. Hann telur ekki úti- lokað að fyrst forsjónin hafi gefið honum lengra líf þá geti verið merking á bak við það og segir um það mál í bók sinni Frá hruni og heim: „Sumir eru þeirrar skoðunar og eftir slysið var oft sagt við mig að það væri greinilegt að mínu hlutverki væri ekki lokið.“ Í umræðum um málið í þingsal var Davíð Oddsson forsætisráðherra einhverju sinni fjarverandi. Steingrími J. Sigfússyni varð þá að orði í pontu á Alþingi: „Hann getur ekki haft nein lögmæt forföll. Ég hlýt að líta svo á hann þori ekki ... hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig ... ég hlýt að líta svo á ... og það skal ég þá standa við að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.