Þjóðmál - 01.09.2015, Page 53

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 53
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 51 tekið hafa upp ný stefnumið eftir fall kommún- ismans í mið- og austanverðri álfunni. Í stað þjóðnýtingaráforma komu önnur sjónarmið fram, svo sem umhverfisvernd, kvenfrelsi og andúð á svokallaðri „alþjóðavæðingu“. Vinstri grænir greindu sig líka frá hinum þremur aðalflokkunum, því innan flokksins ríkti miklu meiri eining og samheldni. En lítt hafði þó reynt á flokksagann, enda hafði flokkurinn ekki enn sest í ríkisstjórn. Vinstri grænir voru flokkur Steingríms og hann var svo óskoraður forystumaður að sagt var að hann yrði for- maður svo lengi sem hann kysi og að sam- flokksmenn segðu ekki um hann styggðaryrði, ekki einu sinni í einkasamtölum. Hann nyti lofs og aðdáunar í svo ríkum mæli að sumum þætti jaðra við dýrkun. Steingrímur hefur löngum átt gott sam- starf við róttæka systurflokka Vinstri grænna í Skandinavíu, sérstaklega í Noregi. Þeir flokkar hafa gjarnan tekið þátt í samsteypustjórnum sósíaldemókrataflokka í þeim löndum og var Steingrímur þeirrar skoðunar að róttækir vinstrimenn ættu að taka höndum saman með „krataflokkum“ og bjóða upp á vinstribandalög gegn því sem hann kallaði „hægri öflunum og frjálshyggjunni“. Í Noregi var mynduð svoköll- uð rauð-græn ríkisstjórn árið 2005, sem var af þessum meiði. Steingrímur vildi að farin yrði sama leið hér heima og myndað bandalag stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslynda flokksins. Í þessu sambandi er athyglisvert að Frjálslyndi flokk- urinn var með, en ýmsir framámenn í þeim flokki höfðu áður starfað með Sjálfstæðisflokki og mátti flokkurinn jafnvel kallast klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokki. Steingrími gekk samt betur að starfa með Guðjóni Arnari Kristjánssyni, formanni Frjálslyndra, en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingar, sem tók því ekkert of vel að mynda bandalag. Þeir Guðjón væru þó velkomnir til hennar í kaffi. Þar af leiðandi var talað um „kaffibandalagið“. Ýmsum þótti kaffið heldur þunnt. Vinstri grænum hafði vaxið fiskur um hrygg er nær dró kosningunum 2007. Fylgi jókst, liðsmönnum fjölgaði og forystusveitin varð breiðari. En hverju þakkaði Steingrímur bættan árangur? Um það fórust honum svo orð: „Við erum heiðarleg í okkar pólitík, við reynum að vera sjálfum okkur samkvæm og fólk ber virðingu fyrir því.“ Niðurstöður kosninganna 2007 máttu heita mikill sigur fyrir Vinstri græna. Þeir fóru úr 8,8 prósentustigum í 14,3 og þingmennirnir urðu níu en voru áður aðeins fimm. „Kaffibandalag- inu“ var slitið fimm dögum eftir kosningarnar 2007 og tilkynnt að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefðu hafið myndun nýrrar stjórnar, en sú stjórnarmyndun tók aðeins örfáa daga. Síðar kom í ljós að fyrir kosningar höfðu þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, rætt stjórnarmyndun. Steingrímur J. Sigfússon efaðist því um heilindi Ingibjargar Sólrúnar í svokölluðu kaffibandalagi. Steingrímur vildi ólmur komast í stjórn og hringdi því í Geir H. Haarde forsætisráðherra daginn eftir kosningar. Áður höfðu menn á vegum Steingríms nefnt þennan möguleika við Geir. Kröfur Vinstri grænna voru þó svo fráleitar í huga forystumanna Sjálfstæðisflokks að samstarf flokkanna kom ekki til greina. Ýmsum sjálfstæðismönnum hugnuðust þó vel slíkar „sögulegar sættir“ þrátt fyrir að mun meiri vilji væri til samstarfs við aðra flokka. Sjálfstæðisflokkur hafði þá ekki verið í sam- starfi við sósíalista í heil sextíu ár, eða síðan nýsköpunarstjórnin fór frá völdum 1947. Ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafði gríðarmikinn þingstyrk, eða alls 43 þingmenn á móti 20 í stjórnarandstöðu. Flestum sýndist að í uppsiglingu væri langt og farsælt samstarf þess- ara tveggja flokka, sem fjórum árum fyrr höfðu borist á banaspjót. Allt fór það á annan veg. Minnihlutastjórnin Aðeins voru liðnir rúmir 18 mánuðir frá alþingiskosningum 2007 þegar Steingrímur J. Sigfússon settist á ráðherrastól. Blágrænn Volvo, árgerð 1971, með þingeyska einkennisnúmer- inu Þ-2012, rann í hlað á Bessastöðum. Bifreiðin staðnæmdist við forsetasetrið og út steig Stein- grímur. Hann hafði áður haldið út á Bessastaði í Sagt var að hann yrði formaður svo lengi sem hann kysi og að samflokksmenn segðu ekki um hann styggðaryrði, ekki einu sinni í einkasamtölum. Hann nyti lofs og aðdáunar í svo ríkum mæli að sumum þætti jaðra við dýrkun.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.