Þjóðmál - 01.09.2015, Side 54

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 54
52 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 sömu erindagjörðum, en það var 21 ári fyrr. Þá hafði hann ekið sömu bifreið og með honum í för í það sinn var flokksbróðir hans, Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá varð fjármálaráðherra. Nú kom það í hlut Ólafs Ragnars að setja Steingrím inn í embætti fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. En það voru ekki bara Ólafur Ragnar og Steingrímur sem setið höfðu saman í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar 1988–1991 og þarna voru mættir. Félagsmálaráðherra vinstristjórnar Steingríms, Jóhanna Sigurðardóttir, var orðinn forsætis- ráðherra. Hennar tími var kominn. Að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum hélt Steingrímur á skrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Hann segir þar hafa orðið fagnaðarfundi „því ég þekkti þar marga frá fyrri tíð“ og bætir því við að „glaumur og gleði“ hafi ríkt í sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu þennan dag. Við annan tón hafi kveðið í fjármálaráðuneytinu. Þar hafi beðið hans „langur gangur af frekar blóðlitlum andlitum“, eins og hann orðar það sjálfur. Steingrímur taldi þessi þungu viðbrögð helgast af öryggisleysi starfsmanna ráðuneytisins gagnvart vinstri- mönnum, en sjálfstæðismenn höfðu þá gegnt embætti fjármálaráðherra samfleytt frá því að Ólafur Ragnar yfirgaf ráðuneytið árið 1991. Fyrsti febrúar 2009 er líklega einn merkasti dagur í sögu íslenskra vinstrimanna. Vinstri grænir voru loks komnir í ríkisstjórn, í fyrsta skipti í tíu ára sögu flokksins. Eyðimerkurganga þeirra var á enda. Þá voru liðin næstum 18 ár síðan Steingrímur hafði setið í ríkisstjórn. Það er þó ekki met því tæp 26 ár liðu frá því að Einar Arnórsson lét af embætti ráðherra 1917. Hann varð aftur ráðherra í utanþingsstjórninni 1942. Jóhanna Sigurðardóttir hafði setið á þingi frá 1978 og Steingrímur frá 1983. Raunar voru aðeins fjórir þingmenn eftir sem setið höfðu á þingi starfstíma vinstristjórnarinnar 1988–1991, en auk Jóhönnu og Steingríms voru það Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks og Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverarandi viðskiptaráðherra. Fyrstu dögunum í embætti lýsir Steingrímur svo í bók sinni Frá hruni og heim: „Þetta var eins og ég reiknaði með; lífróður sem gæti farið á alla vegu. Á fyrstu mánuð- unum lá stundum nærri að mér féllust hendur en uppgjöf kom ekki til greina og var algjört bannorð. Ég er þrjóskari en and- skotinn og kominn af fólki sem væri ekki til ef það væri ekki þrjóskt. Þetta voru sauðfjár- bændur og sjómenn á útnesjum norður við ballarhaf sem þurftu að hafa fyrir sínu. Ég fæddist ekki með silfurskeið í munni og var ekki alinn upp í þeim anda að menn gæfust upp eða hlypu frá hálfkláruðu verki eða leyfðu mat sínum.“ Og hann bætir við: „Ég vann mína fyrstu launavinnu áður en ég byrjaði í barnaskóla. Var farinn að flá í sláturhúsi um fermingu, ég hef verið á sjó, unnið í fiski, við brúarsmíði og auðvitað unnið öll störf til sveita. Ég kem úr erfiðis- vinnuumhverfi inn í hvítflibbaheiminn en ekki öfugt.“ En hvað sem líður uppruna Steingríms, hafði hann lungann úr sinni starfsævi, eða í aldar- fjórðung, unnið í vernduðu starfsumhverfi Alþingis, ekki fengist við erfiðisvinnu og sára- litla reynslu hlotið af stjórnunarstörfum. Steingrímur J. Sigfússon hafði gagnrýnt harkalega að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi Steingrímur kallaði skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins „ógnarskilmála“ og að Íslendingar væru komnir á „þvingunarprógramm“. Hann sagði að sjóðurinn væri „eyðileggjandi fyrir íslenskt velferðarsamfélag til framtíðar“ og aðhylltist „harðlínuniðurskurðarstefnu“. En því fór fjarri að það yrði forgangsverkefni Vinstri grænna í ríkisstjórn að koma Íslandi út úr samstarfinu við sjóðinn. Mynd: Johannes Janson / norden.org

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.