Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 60

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 60
58 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 sambandsaðild yrði forsenda ríkisstjórnar- samstarfs. Þess vegna er farin sú leið að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flutti tillögu um aðildarviðræður sem þingmannamál og fékk til þess stuðning nokkurra stjórnarand- stöðuþingmanna. Jón er mjög gagnrýninn á ýmsar yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í þessu sambandi. Hún hafi ítrekað haldið því að fram að um leið og sótt yrði um aðild myndu allar dyr standa Íslandi opnar og erfiðleikar yrðu fyrir bí. Jón segir ótækt að Jóhanna hafi komist upp með um- mæli af þessu tagi sem standist enga skoðun. Það var engu líkara en fáir tækju hana alvarlega. En líta verði á að hún var forsætisráðherra. Jón segir að afgreiðsla Svavars-samninganna og yfirlýsing Steingríms um að bankarnir yrðu afhentir kröfuhöfum hafi verið forsenda þess að ESB tók við umsókninni. Ríkisstjórninni hafi verið stillt upp við vegg. Hann segir þingmenn hafi upp til hópa lítt gert sér grein fyrir því hvers konar fyrirbæri Evrópusambandið væri. Ögmundur Jónasson hefði síðar listað upp ýmsa fyrirvara á aðildarumsókn sem stæðust ekki gagnvart ESB. Jón segir að annað hvort hafi Ögmundur ekki vitað betur eða þá að um sjálfsréttlætingu var að ræða. Að auki hafi ýmsir stjórnmálamenn talað um að hægt yrði að taka upp evru með „flýtimeðferð“ og fjárhagslegum stuðningi sambandsins. Jón segir menn ekkert hafa haft fyrir sér með slíkum yfirlýsingum. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar og ráðherra um skeið, hafði sagt að aðildar- viðræður myndu ekki taka nema 18 mánuði. Steingrímur J. Sigfússon ræddi um viðræður eins og Evrópusambandið væri óbreytt frá því að Norðmenn sóttu um seinast. Jón Bjarnason segir Steingrím höfund hug- taksins „að kíkja í pakkann“. Lagt hafi verið upp með málið þannig að fyrst yrði samið og síðan bara séð til hvort mönnum litist á inngöngu. Svona sé málum einfaldlega ekki lengur háttað, heldur feli aðildarumsókn í sér að aðlaga reglu- verk viðkomandi lands að regluverki ESB. Í þingsályktunartillögunni um aðildarum- sókina voru settir miklir fyrirvarar, sér í lagi í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Jón kvaðst hafa viljað fylgja þeim fyrirvörum þegar samningsmarkmið hans málaflokka voru sett og fékk hann að auki álit um málið frá LÍÚ og Bændasamtökunum. Þetta var veganesti samninganefndarinnar í hans málaflokkum og auðvitað gekk það hvorki lönd né strönd. Hann kvaðst ekki myndu gefa sig og sagði að ef ríkisstjórnin vildi önnur samningsmarkmið skyldi málið lagt fyrir þingið á nýjan leik. Hann væri að fylgja samþykkt Alþingis. Jón telur að ákvörðun hans um makrílkvóta hafi endanlega gert úti um Evrópusambands- umsóknina. Viðræðurnar hafi í reynd stöðvast 2011 og sambandið vildi sjálft gera hlé á viðræðunum þegar komið var fram á árið 2013, þar sem það taldi sér ekki í hag að málið yrði bitbein í kosningum. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir Össur að gera hlé á viðræðum snemma árs 2013, þar sem þær höfðu þá ekki staðið yfir um lengri tíma. „Góði besti, segðu þá af þér!“ Átökin innan þingflokks Vinstri grænna mögnuðust stöðugt þegar leið á árið 2009. Þingflokksfundir þeirra gengu venjulega þannig fyrir sig að hver og einn þingmaður bar upp fyrirspurnir og svo var þeim svarað í lokin, en Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra VG, segir að afgreiðsla Svavars-samninganna og yfirlýsing Steingríms um að bankarnir yrðu afhentir kröfuhöfum hafi verið forsenda þess að ESB tók við umsókninni. Ríkisstjórninni hafi verið stillt upp við vegg. Jón heldur því fram að Steingrímur J. sé höfundur hugtaksins „að kíkja í pakkann“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.