Þjóðmál - 01.09.2015, Side 64

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 64
62 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 fjármálastofnun í sínum heimabæ. Eigið fé sjóðsins var jákvætt samkvæmt ársreikningi 2008 um 5,4 milljarða króna, en eiginfjárhlut- fallið var hins vegar rétt undir 8% lágmarki. Fjármálaeftirlitið veitti Sparisjóðnum í Keflavík heimild til sex mánaða til að koma eiginfjárhlut- fallinu yfir hið lögboðna mark. Sú heimild var aftur framlengd um sex mánuði, en slíkt er aðeins heimilt „séu til þess ríkar ástæður“. Eignir Sparisjóðsins í Keflavík voru umfram allt fólgnar í útlánum til viðskiptavina, en að nokkru leyti í verðbréfum og hlutabréfum. Þessar eignir rýrn- uðu hratt við fall viðskiptabankanna haustið 2008. Aukin innlán juku mjög á erfiðleika sjóðsins, en meginvandinn fólst þó í rýrum endurheimtum lána. Sparisjóðurinn í Keflavík starfaði á undanþágum til 22. apríl 2010 er Fjármála- eftirlitið leysti hann til sín og skipti upp í „nýjan“ og „gamlan“ á grundvelli laga nr. 125/2008, svokallaðra neyðarlaga. Ekki er ljóst hvaða forsendur lágu að baki því að stofna nýjan sparisjóð og óljóst hvaða mat á rekstrarhæfni lá því til grundvallar. Nýr sparisjóður fékk nafnið SpKef, en stofnefnahagsreikningur hans var ekki birtur, þrátt fyrir skýr ákvæði laga þar að lútandi. Ársreikningar sjóðsins voru heldur ekki birtir. Að svo komnu máli voru útbúin drög að skiptireikningi sparisjóðsins og gert ráð fyrir því að eigið fé næmi fimm milljörðum króna. Sett var ný stjórn og skipt um helstu stjórnendur. Útlánasafn Sparisjóðsins í Keflavík var endur- metið frá grunni og af bráðabirgðaniðurstöðu sem lá fyrir í febrúar 2011 mátti ætla að eigið fé væri neikvætt um 11,2 milljarða og að samtals vantaði 19 milljarða upp á að sjóðurinn full- nægði kröfum Fjármálaeftirlitsins um lágmark eigin fjár. Að svo komnu máli voru allar endur- reisnarhugmyndir að engu orðnar og leifar SpKef runnu inn í Landsbankann. Vorið 2011 réð Fjármálaeftirlitið endur- skoðendur til að verðmeta eignir og skuldir SpKef miðað við 22. apríl 2010, en það var stofndagur nýja sjóðsins. Matið lá loks fyrir í janúar 2012 og þar kom fram að yfirfærðar eignir voru 17,2 milljörðum minna virði en yfirfærðar skuldir. Eigið fé SpKef var með öðrum orðum neikvætt um þá fjárhæð á stofndegi. Í kjölfarið var ákveðið að ríkissjóður legði Lands- bankanum til fjárframlag til að mæta neikvæðri eignastöðu SpKef. Að mati Landsbankans var virði eigna sparisjóðins rúmir 43 milljarðar, eða 16 milljörðum lægri fjárhæð en fundin hafði verið út í eldra mati. Þar sem samkomu- lag náðist ekki milli aðila um þetta efni var úrskurðarnefnd falið að útkljá málið. Bindandi niðurstaða hennar kvað á um að neikvæð staða sparisjóðsins næmi 19,2 milljörðum og féll sá kostnaður á skattgreiðendur. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna Sparisjóðs Keflavíkur nemur að teknu tilliti til vaxta alls 25 milljörðum króna. Stjórnvöld röskuðu einnig samkeppnisstöðu með því að láta félag sem ekki uppfyllti lög- bundnar kröfur keppa á markaði í tvö ár. Svipaða sögu er að segja af Byr sparisjóði. Eiginfjárhlutfall hans var 8,3% í árslok 2008 og því yfir lögboðnum mörkum og eigið fé jákvætt um 16 milljarða króna. Um mitt ár 2009 var sjóðurinn lentur í vandræðum og starfaði eftir það á undanþágu líkt og Sparisjóðurinn í Kefla- vík. Það var loks 22. apríl 2010 að Fjármálaeftir- litið leysti sjóðinn til sín og skipti honum upp í gamlan og nýjan, en þá hafði Byr verið rekinn um skeið á undanþágum. Nýi Byr uppfyllti ekki kröfur um eigið fé við stofnun, frekar en SpKef, en eiginfjárhlutfallið var aðeins 5%. Sérstaka athygli vekur að fjármálaráðuneytið fór með 5,2% hlut í nýja Byr. Hin 94,8% voru eign Byrs sparisjóðs, en aftur á móti í vörslu og umsjón fjármálaráðuneytisins. Því hefur verið haldið fram að um hafi verið að ræða skýrt brot á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en þrotabúum er óheimilt að eiga hluti í fjármálafyrirtækjum. Því var velt upp í þessu sambandi að fjármálaráðuneytið væri í reynd að „leppa“ hlutinn fyrir slitastjórn Byrs. Ríkið gerði samkomulag við Byr og skilanefnd gamla Byrs í október 2010 um 900 milljóna króna hlutafjárframlag. Samkvæmt samkomu- laginu skyldi heildarhlutafé nýja Byrs nema 17,2 milljörðum króna. Þá skyldi ríkið veita Byr fimm milljarða króna víkjandi lán til tíu ára, en aðeins þannig gat nýi Byr uppfyllt skilyrði Fjármálaeftir- litsins um 16% lágmarks eiginfjárhlutfall. Í júní 2011 var samþykkt að gefa út hlutafé í Byr að nafnvirði 6,9 milljarða króna, sem yrði fullnaðar- greiðsla til gamla Byrs og þar með jókst hlutur ríkisins í 11,6% og hlutur gamla Byrs varð 88,4%. Byr fékk að starfa á undanþágu í tíu mánuði sem samkvæmt 86. gr. laga um fjármálafyrirtæki átti að byggjast á því mati Fjármálaeftirlitsins að félagið væri lífvænlegt. Það reyndist síður en svo eiga sér nokkra framtíð. Íslandsbanki keypti loks Byr fyrir 6,6 milljarða króna og sameinaði

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.