Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 65
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 63 rekstri sínum. Ríkissjóður fékk þá 765 milljónir króna í sinn hlut, svo sölutapið nam 135 milljón- um. Í frétt Viðskiptablaðsins í september 2011 kom fram að eignir Byrs höfðu rýrnað um 113 milljarða þann tíma sem sjóðurinn var í umsjón ríkisins. Á sama tíma og milljörðum á milljarða ofan var varið í vonlausa sparisjóði var tekin ákvörðun um að setja í þrot þær tvær fjármálastofnanir sem lífvænlegastar voru, annars vegar SPRON og hins vegar Straum- Burðarás, að því er virðist fyrir einstrengingsleg viðhorf. Þau fyrirtæki höfðu bæði mikilsvert gildi fyrir fjármálakerfið í heild sinni. Sama verður ekki sagt um neitt þeirra fyrirtækja sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar kom til bjargar. Ríkissjóður fær nú greidda tugi milljarða í arð á ári vegna eignarhluta sinna í viðskiptabönkunum þremur. Af þeim fjármálafyrirtækjum sem veitt var aðstoð 2009 og 2010 var aldrei greiddur neinn arður í ríkissjóð, enda fóru þau öll í þrot. Samdráttarskeið framlengt Ráðherraskipti urðu óvenjutíð á tímabili vinstristjórnarinnar en alls gegndu sautján manns ráðherraembættum í fyrsta og öðru ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur og það þrátt fyrir að ráðherrum væri fækkað. Stein- grímur var fjármálaráðherra á árunum 2009–2011 og 2011–2012 var hann sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur var svo atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013. Hann hafði því alla þræði í hendi sér. Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem sat að völdum 2009–2013, ber meiri ábyrgð á stjórnarstefnu þessa tímabils. Um miðjan febrúar 2013, þegar nærri dró alþingiskosningum, sýndu kannanir að stefndi í fylgishrun Vinstri grænna. Þá boðaði Stein- grímur J. Sigfússon blaðamenn á sinn fund og tilkynnti að hann myndi láta af formennsku á næsta flokksþingi. Katrín Jakobsdóttir tók við sem formaður og lét Steingrímur fremur lítið fyrir sér fara í kosningabaráttunni. Alls töpuðu Samfylking og Vinstri grænir 28 prósentum atkvæða frá kosningunum 2009 og aldrei fyrr höfðu stjórnarflokkar misst viðlíka fylgi. Vinstri grænir höfðu þó náð að rétta nokkuð úr kútnum eftir að Steingrímur hörfaði úr for- mannsstóli. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í krafti loforða um almenna skuldaniðurfærslu til almennings. Mál sem kjósendum þótti bersýnilega að vinstristjórnin hefði vanrækt. Þingstyrkur Framsóknarflokks hafði ekki orðið meiri síðan eftir alþingiskosn- ingarnar 1963. Ólafur Ragnar Grímsson fól Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni stjórnar- myndunarumboð að kosningum loknum og ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks leit dagsins ljós. Hinn 23. maí 2013 var efnt til ríkisráðsfundar á Bessastöðum, síðasta ríkisráðsfundar forseta með öðru ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Volvo, árgerð 1971, með einkennisnúmerið Þ 2012 rann í hlað á Bessastöðum. Út úr honum steig Steingrímur J. Sigfússon. Að fundi loknum skilaði hann lyklum að ráðuneyti sínu. Stein- grímur segir hróður sinn hafa borist víða sem ráðherra og þegar leitað sé á veraldarvefnum megi finna nafn hans „með fleiri hundruð þúsund eða milljónir talninga; fast á hæla okkar víðfræga forseta. Nafn þessa sveitastráks hefur því býsna víða ratað“. Hann telur að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi náð miklum árangri og kveðst sáttur með verkið. Grípum niður í orð hans sjálfs í bókinni Frá hruni og heim: „Ég sagði jafnan að ég ætlaði mér ekki önnur verkalaun en þau að geta, þegar þar að kæmi, hallað mér aftur og sagt með góðri sannfæringu þrjú orð: Já, það tókst. Og það tókst, Íslandi er borgið.“ Steingrímur telur ríkisstjórn sína og Jóhönnu vera „eina þá merkustu á lýðveldistímanum“. Hann kveðst hafa lagt alla orku sína í að „reisa landið úr rústum“ og bætir við að hann sé Ráðherraskipti urðu óvenjutíð á tímabili vinstristjórnarinnar en alls gegndu sautján manns ráðherraembættum í fyrsta og öðru ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur og það þrátt fyrir að ráðherrum væri fækkað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.