Þjóðmál - 01.09.2015, Side 71

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 71
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 69 Með aðild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu 1994 fengu íslensk fyrirtæki, þar á meðal bankar, óheftan aðgang að öllu svæðinu. Vegna öflugra lífeyrissjóða, skilvirkra útgerðarfyrirtækja og traustrar stjórnar ríkis- fjármála og peningamála nutu íslenskir bankar góðs lánstrausts (Ásgeir Jónsson 2009), og ný kynslóð, sem tók við bönkunum, eftir að ríkið seldi þá í áföngum, 1990 og 1998–2002, var ekki hert í sama eldi og norrænir bankamenn, sem höfðu reynslu af alvarlegum lánsfjár- kreppum á öndverðum tíunda áratug 20. aldar. Íslenskir bankamenn voru því margir djarfari en norrænt bankafólk. Jafnframt var gnótt ódýrs lánsfjár á alþjóðlegum mörkuðum fyrstu ár 21. aldar. Afleiðingin varð útrásin svokallaða, stór- felldar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis og ör vöxtur íslensku bankanna, sem tóku fyrst lán hjá erlendum bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum og síðan hjá erlendum sparifjáreigendum. Íslensku bankarnir urðu á skömmum tíma svo stórir, að íslenska ríkið og Seðlabankinn höfðu ekki burði til þess ein og óstudd að veita þeim lausafjárfyrirgreiðslu eða leggja þeim til fjármagn, þyrfti á því að halda, eins og í ljós kom haustið 2008 (Páll Hreinsson o. fl. 2010). Féllu þeir þá með braki og brestum. Margar eignir Íslendinga erlendis voru þó traustar. Svo virðist hafa verið um þrjá erlenda banka í eigu íslenskra banka, FIH bankann í Danmörku og Heritable Bank og KSF, Kaupthing Singer & Friedlander, í Bretlandi. Miklu minna fé fékkst þó fyrir FIH bankann en búist hafði verið við, og ekkert fé fékkst fyrir bresku bankana tvo. Þetta þarf að skýra. FIH banki FIH Erhvervsbank var stofnaður í Danmörku 1958 til þess aðallega að veita meðalstórum og stórum dönskum iðnfyrirtækjum veðlán í tækjum og öðrum búnaði. Árið 2004 lýsti aðaleigandi hans, sænski bankinn Swedbank, Hannes H. Gissurarson Þrír erlendir bankar í eigu Íslendinga:* Hvað gerðist? eftirmálar bankahrunsins Fyrir bankahrunið 2008 voru ýmsir erlendir bankar í eigu íslenskra fyrirtækja. Hér verða þrír þeirra skoðaðir. Í Danmörku átti Kaupþing FIH banka, og tók Seðlabankinn hann að veði 6. október 2008 fyrir €500 milljóna neyðarláni til Kaupþings. Að tilhlutan danskra stjórnvalda og ráði Seðlabankans var bankinn seldur haustið 2010, og var söluverð háð væntanlegu tapi næstu árin. Svo virðist sem Seðlabankinn fái aðeins um helminginn af láni sínu aftur. Nú er verið að leggja bankann niður, og eiga danskir eigendur hans von á verulegum gróða, miklu hærri en nemur tapi Seðlabankans. Hvað gerðist? Í Bretlandi átti Landsbankinn Heritable Bank og Kaupþing KSF, Kaupthing Singer & Friedlander. Bresk stjórnvöld lokuðu þeim báðum í október 2008, færðu innlánsreikninga til keppinautar þeirra og settu þá í skiptameðferð. Jafnframt veittu bresk stjórnvöld öðrum bönkum í Bretlandi ríflega lausafjárfyrirgreiðslu eða lögðu þeim til aukið fjármagn. Nú er skiptameðferð að ljúka á Heritable Bank og KSF, og er endurheimtuhlutfall í báðum bönkum nálægt 100%, þótt lagst hafi á búin afar hár lögfræði- og skiptakostnaður, auk þess sem sú eign, sem fólst í rekstri og viðskiptavinum, varð verðlaus og aðrar eignir seldust eflaust ekki á hámarksverði. Hvað gerðist? Hér er leitast við að svara þessum spurningum með því að rannsaka gögn um bankana og ræða við þá, sem áttu hlut að máli. Niðurstaðan er, að hugsanlega hafi tapast að óþörfu hátt í milljarður punda eða 200 milljarðar króna í þessum þremur bönkum. * Fyrirlestur á vorráðstefnu Viðskiptastofnunar 21. apríl 2015.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.