Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 78

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 78
76 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 bönkum, sem hélt velli i miklu umróti í breskum fjármálaheimi. Hann hafði aðsetur að 21 New Street í Bishopsgate í fjármálahverfi Lundúna, City. Velta hans árið 2003 var um þrír milljarðar punda. Kaupþing hafði árið 2002 keypt lítið fjármálafyrirtæki í Lundúnum, Brask & Company, breytt nafninu í flýti af augljósum ástæðum og hafið starfsemi í litlum mæli í nóvember. Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstöðumaður Kaupþings í Lundúnum í apríl 2003, en hann hafði áður stjórnað fjárfestingum Kaupþings á Íslandi. Ármann náði strax tengslum við umsvifamikla breska fjárfesta, en veitti einnig íslenskum framkvæmdamönnum aðstoð við fjármálaverkefni í Bretlandi. Kaupþing fékk augastað á Singer & Friedlander árið 2003, keypti talsvert af hlutabréfinu í bankanum og gerði snemma árs 2005 tilboð í afganginn, og var því tekið. Greiddi Kaupþing um £500 milljónir samtals fyrir bankann. Gerðist Ármann Þorvaldsson forstjóri KSF, Kaupthing Singer & Friedlander, í desember 2005. Næsta ár var unnið að endurskipulagningu bankans, og voru bækistöðvar hans fluttar í 1 Hanover Street í vesturhluta Lundúna, West End. Gekk rekstur bankans mjög vel árið 2006 og fyrri helming ársins 2007, en hann fann strax fyrir lausafjár- skortinum á alþjóðlegum mörkuðum haustið 2007. KSF brást við með því að leggja niður deildir, selja eignir og minnka veltu. Einnig hóf bankinn í febrúar 2008 að taka við innlánum á „Kaupthing Edge“ netreikninga. Veitti breska fjármálaeftirlitið, sem annaðist eftirlit með KSF, tilskilin leyfi með því skilyrði, að laust fé næmi ætíð 95% af innlánum. Þar eð KSF var breskur banki, voru innstæður tryggðar í Bretlandi. Við þessar tvíþættu aðgerðir batnaði lausafjárstaðan, þegar leið fram á síðari helming ársins 2008. En þá jukust erfiðleikar móðurfélagsins á Íslandi. Eftir að lánshæfismat íslensku bankanna hafði lækkað og lánalínur til þeirra lokast, hafði Ármann Þorvaldsson sam- band við breska fjármálaeftirlitið 30. september 2008 til að vekja athygli á þessari þróun og virkj- aði einnig neyðaráætlun KSF um lausafjárskort. Ætlunin var að selja eignir eins skjótt og auðið væri (Ármann Þorvaldsson, 2009; Páll Hreinsson o. fl., 2010, b. 7, k. 20, 161–2). Löng og ströng fundahöld með yfirmönnum KSF og starfsfólki breska fjármálaeftirlitsins hófust 1. október og héldu áfram næstu daga. Svo virðist sem þá fyrst hafi starfsfólk fjármálaeftirlitsins tekið eftir því, að KSF hafði í mars 2008 gert lausafjárskiptasamning við móðurfélagið, Kaupþing á Íslandi. Samkvæmt þeim samningi lánaði Kaupþing KSF röskan einn milljarða punda til þriggja mánaða í senn, en KSF endurlánaði Kaupþingi sömu upphæð til eins dags í senn. Þannig gat KSF fært einn milljarð punda sem laust fé í bókum sínum, þótt hvorki hefði farið fé frá Íslandi til Bretlands né frá Bretlandi til Íslands. Þetta hafði komið skýrt fram í reikningum og skýrslum KSF til breska fjármálaeftirlitsins. Einnig gerði starfsfólk fjármálaeftirlitsins athugasemdir við það, að KSF hafði lagt til £500–600 milljónir í veðköll (kröfur um auknar tryggingar eða lækkun lána gegn sömu tryggingum) á Kaupþing, en við það hafði lausafjárstaðan versnað. Nú var hún undir því, sem kveðið hafði verið á um, þegar KSF fékk leyfi til að safna netinnlánum. Aðspurður kvaðst Ármann ekki telja, að KSF gæti dregið milljarð punda á gjaldeyrisskipta- samninginn við Kaupþing. Bankinn gæti ef til vill fengið £300–400 milljónir þaðan, en yrði síðan að selja eignir til að auka laust fé. Fjármálaeftirlitið sendi sveit manna inn á skrifstofu KSF næsta morgun, föstudaginn 3. október, til eftirlits og skoðunar og gaf út tilskipun um, að KSF yrði að leggja öll innlán frá og með 2. október inn á sérstakan reikning í Englandsbanka. Sheila Nicoll frá fjármálaeftirlit- inu breska tilkynnti Ármanni, að eftirlitið myndi loka bankanum, bærist ekki viðbótarfé frá Íslandi. Þennan dag voru £100 milljónir færðar frá Kaupþingi til KSF. En nú virtust breskir ráða- menn telja, að lausafjárskortur KSF væri vegna þess, að fé hefði verið laumað til Íslands. Gordon Brown forsætisráðherra ætlaði að hringja í Geir H. Haarde, starfsbróður sinn á Íslandi, en kom því ekki við sökum anna, og gerði Alistair Fé flæddi út af reikningum hjá KSF þessa daga, og jókst straumurinn 7. október, þegar bresk yfirvöld lokuðu Heritable Bank og útibúi Landsbankans í Lundúnum. Forstjóri fjármálaeftirlitsins, Hector Sants, hafði samband við Hreiðar Má Sigurðsson, bankastjóra Kaupþings, og kvað eftirlitið loka KSF, fengist ekki meira lausafé. Fékk Kaupþing frest fram á miðvikudagsmorgun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.