Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 79
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 77
Darling það laust eftir hádegi föstudaginn 3.
október (Darling, 2013). Hann sagði Geir, að
Kaupþing virtist hafa fært £600 milljónir ólög-
lega frá KSF til Íslands, og tafarlaust yrði að færa
þetta fé til baka, ella yrði KSF lokað. Geir sagði
yfirmönnum Kaupþings frá þessu, og vísuðu
þeir þessu algerlega á bug (Páll Hreinsson o. fl.,
2010, b. 7, k. 20, 83). Þeir höfðu samband við
Ármann Þorvaldsson og báðu hann um skýra
málið fyrir breskum yfirvöldum. Hann samdi
þessa helgi endurskoðaða áætlun um, hvernig
bæta mætti lausafjárstöðu KSF, bar hana undir
starfsfólk fjármálaeftirlitsins og taldi sig hafa
fengið samþykki þess við henni. Yrði unnið
eftir þeirri áætlun næstu daga. Gordon Brown
forsætisráðherra hringdi hins vegar síðdegis
sunnudaginn 5. október í Geir H. Haarde og
sagði honum, að Kaupþing virtist hafa fært £1.6
milljarð ólöglega frá KSF til Íslands, og yrði strax
að kippa þessu í lag. Geir sagðist þá hafa rætt
við yfirmenn Kaupþings, og væri niðurstaða
fengin í málinu. Kvaðst Gordon þá láta það
gott heita (Páll Hreinsson o. fl., 2010, b. 7, k. 20,
200–101). Mánudaginn 6. október hafði breska
fjármálaeftirlitið frumkvæði að viðræðum
KSF við Barclays banka um hugsanlega sölu,
en þegar kom í ljós, að mennirnir frá Barclays
höfðu aðeins áhuga á að kaupa einstakar eignir
lágu verði, en ekki á rekstrinum sjálfum, var
horfið frá frekari viðræðum. Sama dag hafði
Ármann Þorvaldsson samband við aðstoðarfor-
stjóra fjármálaeftirlitsins, Jon Pain, og spurði,
hvort KSF gæti fengið lausafjárfyrirgreiðslu frá
Englandsbanka, enda gæti bankinn boðið góð
veð. Pain tók því fjarri (Ármann Þorvaldsson,
2009; Páll Hreinsson o. fl., 2010, b. 7, k. 20, 165).
Fé flæddi út af reikningum hjá KSF þessa
daga, og jókst straumurinn 7. október, þegar
bresk yfirvöld lokuðu Heritable Bank og
útibúi Landsbankans í Lundúnum. Forstjóri
fjármálaeftirlitsins, Hector Sants, hafði sam-
band við Hreiðar Má Sigurðsson, bankastjóra
Kaupþings, og kvað eftirlitið loka KSF, fengist
ekki meira lausafé. Fékk Kaupþing frest fram
á miðvikudagsmorgun. Um kvöldið var reynt
að selja KSF fyrir £50 milljónir eða einn tíunda
Alistair Darling fjármálaráðherra tilkynnti í beinni útsendingu frá breska þinginu, að Kaupþing væri komið í gjaldþrota-
meðferð og hann hefði þess vegna fært innlánsreikninga þess yfir í skoska bankann ING.
Mynd: Antonio Cruz