Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 81

Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 81
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 79 skyndilega mánudaginn 6. október, enda hafði Ármann Þorvaldsson skýrt út fyrir starfsfólki fjármálaeftirlitsins, um hvað málið snerist (Ármann Þorvaldsson 2009). Þessi rannsókn tók þrjú og hálft ár, og henni lauk með því, að fjármálaeftirlitið varð að láta öll sakarefni niður falla nema það eitt, að Ármann Þorvaldsson hjá KSF og þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson hjá Kaupþingi hefðu ekki sýnt nægilega árvekni dagana frá 30. september til 2. október 2008, þegar ljóst mátti verða, að alvarlegur lausafjárskortur væri skammt undan hjá KSF. Fengu þeir áminningu frá fjármálaeftir- litinu og lofuðu í sátta skyni að taka ekki að sér störf í fjármálaheiminum í fimm ár frá október 2008 að telja. Tekið var fram í áminningunni, að lausafjárskort KSF mætti ekki rekja til þessa aðfinnsluefnis og að Ármann Þorvaldsson hefði veitt aðstoð eftir megni við rannsóknina (FSA, 2012). Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hóf einnig rannsókn á KSF, en tilkynnti í október 2012, að henni hefði verið hætt vegna „skorts á gögnum“ (SFO, 2012). Niðurstaða og umræður Seðlabankinn tapaði að minnsta kosti €275 milljónum, 42 milljörðum íslenskra króna, á því, hversu illa tókst til um sölu FIH banka haustið 2010. Þegar bresk stjórnvöld lokuðu Heritable Bank 7. október 2008, er líklegt, að tapast hafi að minnsta kosti £200 milljónir eða 40 millj- arðar íslenskra króna. Þegar bresk stjórnvöld lokuðu KSF 8. október 2008, kunna að hafa tapast um £500 milljónir eða 100 milljarðar íslenskra króna. Samtals nemur tapið af endalok- um þessara þriggja fyrirtækja þá 182 milljörðum króna, ef varlega er farið í áætlanir, en nálægt 200 milljörðum við hærra mat. Er þá ótalin sú ósýnilega sóun, sem þessar aðgerðir höfðu í för með sér. Í Danmörku stefndu kaupendur FIH banka ekki að því að hámarka endurheimtur af lánum til langs tíma, heldur að safna öllu mögulegu tapi saman á tímabilið, sem kaup- samningurinn milli þeirra og hinna íslensku seljenda náði til. Þetta hefur eflaust líka valdið óþörfum kostnaði hjá mörgum viðskiptavinum bankans. Í Bretlandi fóru verðmæti ekki aðeins í súginn í andvirði hinna tveggja bresku banka, sem tapaðist allt, heldur líka í ótrúlega dýrum rannsóknum, málaferlum og kostnaði skipta- ráðenda og lögfræðinga. Þetta tap var síður en svo óhjákvæmilegt. Þótt dönsk stjórnvöld hafi valdið einhverju um hið mikla tap Íslend- inga með því að setja þeim úrslitakosti haustið 2010, hefði eflaust mátt hnika einhverju til um afstöðu þeirra. Framkoma breskra stjórnvalda var hins vegar önnur en gömul vinaþjóð Breta í norðri átti að gera ráð fyrir. Heritable Bank og KSF voru breskir bankar, greiddu skatta í Bretlandi, veittu íbúum á Bretlandi vinnu og fjárfestu í Bretlandi. Ásakanir breskra ráðherra um ólöglegar milli-færslur til Íslands reyndust haldlausar. Ekkert saknæmt kom heldur í ljós í rekstri Heritable Bank og KSF þrátt fyrir umfangsmiklar og langvinnar rannsóknir. Ein hugsanleg skýring á aðgangshörku breskra stjórnvalda er sú, sem Mark Sismey-Durrant (2014) nefnir, að þau hafi viljað leiða athygli frá því, að þau voru á sama tíma í október 2008 að verja stórfé til að bjarga bönkum, sem í raun voru gjaldþrota. Gott dæmi er Bradford & Bingley. Bresk stjórnvöld notuðu £46 milljarða til að bjarga þeim banka, og af þeirri upphæð hafa aðeins £14 milljarðar skilað sér, svo að útgjöld skattgreiðenda af þessari björgun nema £32 milljörðum (National Audit Office, 2015). Hins vegar er ljóst af atburðarásinni, að líklega hefði Heritable Bank ekki vantað nema um £20 milljóna lán til að halda áfram rekstri, og KSF þurfti ef til vill um £1–2 milljarða að láni í lausafé, sem var aðeins 3–5% af því, sem kostaði breska skattgreiðendur að bjarga Bradford & Bingley. Sjálfur segir Alistair Darling (2013), að hann hafi ekki treyst íslenskum stjórnvöldum eða bankamönnum. Það er eflaust rétt. En voru stjórnendur Bradford & Bingley traustsins verðir? Eða stjórnendur hollenska bankans ING, sem fékk öll innlán Heritable Bank, Lands- bankans og KSF endurgjaldslaust? Nokkrum dögum síðar komst ING banki sjálfur í þrot Seðlabankinn tapaði að minnsta kosti €275 milljónum, 42 milljörðum íslenskra króna, á því, hversu illa tókst til um sölu FIH banka haustið 2010. Þegar bresk stjórnvöld lokuðu Heritable Bank 7. október 2008, er líklegt, að tapast hafi að minnsta kosti £200 milljónir eða 40 milljarðar íslenskra króna. Þegar bresk stjórnvöld lokuðu KSF 8. október 2008, kunna að hafa tapast um £500 milljónir eða 100 milljarðar íslenskra króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.