Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 92

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 92
90 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Maó var hrifnæmur í æsku en brynjaði sig með kaldrana í byltingarbaráttunni og engu var líkara en hann væri hjartalaus. Þegar sonur hans og annarrar eiginkonu hans beið bana í loftárás Bandaríkjamanna í Kóreustríðinu þóttist hann taka tíðindunum eins og hverju öðru hundsbiti. „Í slíku stríði þarf alltaf að færa fórnir. Þetta er ekkert mál,“ sagði hann. „Einn hermaður beið bana og það ætti ekki að gera mikið mál úr því vegna þess eins að hann var sonur minn.“ Þótt Maó bæri sig karlmann- lega tók hann dauða sonarins nærri sér, borðaði nær ekkert í nokkra daga og svaf illa. Hann sat einn í hægindastól sínum, þungt hugsi og keðjureykti. Seinna þegar hann talaði um dauða sonarins við kínverskan hershöfðingja skalf hann svo mikið að hann gat ekki kveikt sér í sígarettu. Kínverjar voru heimsmeistarar í reykingum og Maó lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Hann reykti í sex áratugi en hætti um tíma eftir að honum var sagt að reykingar hefðu stytt líf Stalíns um nokkur ár. Maó byrjaði þó fljótlega aftur að reykja eins og strompur og bar við annríki. „Þetta gengur ekki,“ sagði hann. „Við vinnum of mikið og verðum einfaldlega að reykja.“ Blaðamaðurinn Snow heillaðist af kímni- gáfu og andlegu atgervi Maós, sagði að hann hefði verið blátt áfram og tilgerðarlaus eins og kínverskur kotbóndi en stundum klúr og óheflaður. Eitt sinn þegar Snow tók viðtal við hann gleymdi Maó sér og girti niður um sig fyrir framan blaðamanninn til að leita lúsa. Maó fór sjaldan í bað en lífverðir hans þvoðu honum með blautu handklæði. Hann hreins- aði tennurnar með grænu tei, eins og margir kínverskir bændur, og neitaði alltaf að nota tannbursta með þeim rökum að tígrisdýr væru með góðar tennur þótt þau burstuðu þær ekki. Tennur hans urðu því grænleitar og skemmdust allar. Formaðurinn fitnaði eftir að hann komst til valda og þurfti ekki að gera handtak síðustu árin því að þjónar hans stjönuðu við hann allan guðslangan daginn eins og risastórt barn. Til að mynda þurfti hann aldrei að greiða sér sjálfur, klæða sig í sokka, ganga frá bókum upp í hillu, opna dyr með lykli eða losa um beltið þegar hann settist niður. Þjónn hans sá um að kveikja í sígarettunum hans. Formaðurinn sá þó sjálfur um að reykja og tuggði sjálfur mat- inn – að minnsta kosti þegar hann var með tennur. Hvergi hefur komið fram að Maó hafi verið ágjarn. Laun hans voru helmingi hærri en tæknimenn fengu í verksmiðjum landsins á sjöunda áratugnum. Það segir þó ekki alla söguna því að flokkurinn sá honum alltaf fyrir öllu sem hann þurfti og vildi. Þegar Maó var kominn yfir sjötugt sá hann óvini í hverju horni og tortryggði jafnvel gamla byltingarfélaga sína. Hann leit á hollustu þeirra sem merki um undirferli eða veikleika. Undir lokin var Zhou Enlai forsætisráðherra sá eini sem gat farið á fund hans reglulega. Þótt hann væri orðinn hrumur síðustu miss- erin hélt hann æðstu völdunum og stjórnaði landinu óbeint með spakmælum eða vígorðum sem undirmenn hans túlkuðu, hver með sínu nefi. Stundum voru spakmælin svo torræð að Maðurinn sem þráði ást og hól Barnið sem varð að harðstjóra varpar ljósi á helstu harðstjóra 20. aldarinnar. Höfundur er Bogi Arason blaðamaður en Almenna bókafélagið gefur bókina út. nýjar bækur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.