Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 96
94 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
aðeins beinar hliðstæður í nálægum og
fjarlægum löndum heldur eru þau greini-
lega birtingarmyndir alþjóðlegra fyrirbæra
sem menn kenna við heimsvæðingu en má
í reynd allt eins ræða sem hluta af þróun
kapítalismans. Dæmi um þetta má finna allt
frá deilum um hlutafjárvæðingu sparisjóða
og einkavæðingu banka til ýmiss konar við-
fangsefna í velferðarkerfum, atvinnulífi, pen-
ingamálum, menntamálum, dómsmálum og
menningu. Pólitískar deilur á Íslandi snúast
því oftar en ekki um staðbundnar og stund-
um mjög sérstakar birtingarmyndir þeirra
fyrirbæra eða ferla sem menn hafa reynt að
fanga með hugtakinu heimsvæðingu.“
Birtist ekki þverstæða í hinum tilvitnuðu
orðum? Annars vegar er „frekar lítil“ umræða
á Íslandi um heimsvæðingu hins vegar má
fella helstu mál sem vekja umræður og jafnvel
deilur í landinu undir hugtakið. Telur höfundur
að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir að þeir
takast á við sambærileg viðfangsefni og aðrar
þróaðar þjóðir? Að viðfangsefni íslenskra stjórn-
mála séu ekki sérstæð og einstök? Þótt menn
séu ekki með orðið heimsvæðingu á vörunum
í almennum umræðum má ætla að þeir átti sig
á að hún hefur veruleg áhrif á Íslands eins og
í öðrum löndum. Þeim finnst það einfaldlega
ekkert tiltökumál.
Frá örófi alda hafa Íslendingar látið alþjóða-
strauma samtímans renna um samfélag sitt
eins og sannast æ betur með meiri rannsókn-
um á viðhorfi þjóðarinnar og menningu allt
frá landnámi. Íslendingar hafa ef til vill ekki
sömu þörf og aðrir á að draga skil á milli hins
staðbundna og alþjóðlega. Þeim er í blóð borið
að virkja alþjóðlega strauma í þjóðlífi sínu þrátt
fyrir hnattstöðu í fjarlægð frá öðrum. Íslend-
ingar hafa til dæmis verið mun alþjóðlegri við
að afla sér háskólamenntunar en nágrannar
þeirra á Norðurlöndunum. Þá styrkti meira en
hálfrar aldar sambýli við Bandaríkjaher í Kefla-
víkurstöðinni marga innviði á Íslandi gagnvart
erlendu áreiti og búa þjóðina undir heims-
væðinguna. Hún birtist henni nú í nýrri og rót-
tækri mynd með stöðugri fjölgun ferðamanna.
Umræður um þann þátt á liðnum vikum bera
merki um öryggisleysi af því að óvissa þykir ríkja
um stjórnvaldsrammann og hvar jafnvægi næst
milli tekjuöflunar og umhyggju fyrir náttúrunni.
Þegar fjallað er um alþjóðamál og samskipti
ríkja er æskilegt að ákveðnar ritreglur séu í
heiðri hafðar til að heildarblær verksins sé skýr.
Eiga ekki íbúar landa samskipti, Þjóðverjar og
Íslendingar, frekar en löndin, Þýskaland og
Ísland? Stjórnvöld í höfuðborgum frekar en
borgirnar? Er ekki málskemmd að segja Berlín
og Reykjavík ákváðu að tala frekar saman? Í
bókinni Breyttum heimi er nokkuð á reiki hvaða
ritregla gildir að þessu leyti. Á bls. 259 segir til
dæmis:
„Frakkland taldi sig líka eiga ríkt erindi við
heimsbyggðina með almennum og altækum
pólitískum gildum frönsku byltingarinnar.
Þeir vildu að auki deila fágaðri menningu…“
Hér eru feitletruð orð sem skýra hvað við er
átt með ábendingu um nauðsyn samræmis.
Höfundur hefur greinilega ætlað að nota
orðið „Frakkar“ í fyrri setningunni enda ekki
við hæfi að hefja síðari setninguna á orðinu
„það“.
Setningar eru stundum klúðurslegar eins og
þessi (bls. 27):
„Í tilviki Suður-Kóreu býr líka önnur saga.“
Á liðnum vetri gaf Henry Kissinger út bókina
World Order. Hann er nú á tíræðisaldri, bókin
snýst um skipan heimsmála í samtímanum.
Hún er reist á raunsæisstefnu (realisma) í
alþjóðamálum sem einnig mætti nefna „kalt
hagsmunamat“ svo að vitnað sé til orða sem
notuð hafa verið í umræðum um íslensk utan-
ríkismál. Kissinger leggur áherslu á yfirráðarétt
þjóðríkisins yfir ákveðnu landsvæði og valda-
jafnvægi milli ríkja, þetta séu grunnþættir sem
beri að virða vilji menn tryggja frið og farsæld.
Hann telur grunninn að skynsamlegri skipan
heimsmála hafa verið lagðan árið 1648 með
samningum eftir 30 ára stríðið. Jón Ormur telur
að þessi skipan mála sé á undanhaldi og segir
(bls. 104):
„Þetta þrennt ríki, þjóðir og fullveldi, sem
mynda grunninn að stjórnmálum í alþjóða-
kerfinu, eru ógreinileg og ónákvæm fyrir-
bæri á fleygiferð í samtímanum.“
Er þetta svo í raun? Hugmyndir um Stór-Rúss-
land, endurreisn kalífaveldis múslíma ganga að
vísu þvert á þessa reglu og valda ófriði. Innan
Evrópusambandsins er þróunin í átt til aukins
valds þjóðríkisins á kostnað hins yfirþjóðlega
valds.
Fyrirsögn undirþáttarins þar sem ofangreind
tilvitnun stendur er: Arfurinn frá blóðvöllum
Evrópu. Þessi orð ein kalla fram neikvæðar