Þjóðmál - 01.09.2015, Side 97

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 97
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 95 hugrenningar lesandans um þá skipan heims- mála sem ríkt hefur í rúm 400 ár. Jón Ormur ræðir fræðikenningar í alþjóðastjórnmálum og segir (bls. 64): „Annar þessara skóla er kenndur við raunsæi en hinn við frjálslyndi, hugsjónir stofnanir eða margræði. Heitið raunsæi kom til með þeim hætti að brautryðjendur þeirrar stefnu gagnrýndu fylgismenn þess sem þeir kölluðu hugsjónastefnu fyrir hættulegt og barnalegt traust á að koma mætti í veg fyrir átök á milli ríkja með baráttu fyrir hugsjónum um alþjóðalög, alþjóðastofnanir og lýðræði.“ Jón Ormur hallast að „frjálslynda skólanum“ í alþjóðamálum og oftar en einu sinni notar hann siðferðilega mælistiku til að rökstyðja skoðun sína. Hann segir hina frjálslyndu ganga „út frá siðferðislögmáli sem hornsteini alþjóðlegra samskipta“ (bls. 80). Hann telur raunsæisstefnuna meðal annars hafa leitt til stuðnings Bandaríkjastjórnar við einræðis- herra og ofbeldisverk, þetta sé blettur á heiðri Bandaríkjanna. Hann nefnir Bandaríkjaforsetana og repúblíkanana Richard Nixon og Ronald Reagan til sögunnar sem málsvara raunsæis- stefnunnar og segir (bls. 70): „Í anda raunsæisins studdu Bandaríkin á tímum Nixons og Reagans einræðisstjórnir víða um heim og léku jafnvel lykilhlutverk að koma þeim til valda.“ Sagnfræðingurinn Niall Ferguson vinnur nú að ritun ævisögu Henrys Kissingers. Í tilefni af nýgerðu samkomulagi um kjarnorkumál Írana og afléttingu viðskiptabanns á þá skrifar hann grein í The Wall Street Journal (24. júlí) og segir: „Nota ber sögulegar samlíkingar með varúð. Í síðustu viku hikaði forsetinn [Barack Obama] ekki við að líkja samningi sínum við Írana við það þegar Richard Nixon opnaði samband við Kínverja og það þegar Ronald Reagan samdi við Sovétmenn um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Þessar samlík- ingar eru villandi. Mao Zedong og Mikhaíl Gorbatsjov áttu undir högg að sækja þegar þeir sömdu við Bandaríkjastjórn. Kínverskum kommúnistum stóð snemma á áttunda áratugnum ytri ógn frá Sovétmönnum og inn á við frá hinni tryllingslegu menningar- byltingu sinni. Á níunda áratugnum voru Sovétmenn að tapa kalda stríðinu, ekki aðeins efnahagslega heldur einnig hug- myndafræðilega. Hið gagnstæða á við um ríkisstjórn Írans. Þótt hún búi við ákafan efnahagslegan þrýsting vegna þvingana að hvatningu Bandaríkjastjórnar hefur ríkisstjórninni tekist að bæta hernaðarlega stöðu sína eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003 og einnig stöðuna á heimavelli eftir að græna byltingin var brotin á bak aftur árið 2009.“ Ferguson segir að í baráttu við kommún- ismann í kalda stríðinu hafi verið tekist á við lenínista annars vegar og maóista hins vegar. Lausn Kissingers hafi falist í að ná betri tengsl- um við hvort kommúnistaríkið fyrir sig en þau tvö höfðu sín á milli. Ráðamenn í Washington hafi jafnframt lagt ríka áherslu á mjög öflug bandalög við ríki í Evrópu og Asíu. Þá segir Ferguson: „Hver er hins vegar stefnan nú á tímum? Frammi fyrir tvíþættri mynd af íslömskum öfgamönnum, sjítum og súnnítum, höllumst við að Írönum, helstu stuðningsmönnum hinna fyrrnefndu. Við fjarlægjumst banda- menn okkar, hófsama súnníta og einnig Ísraela. Ég óttast að með því kyndum við Jón Ormur Halldórsson

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.