Þjóðmál - 01.09.2015, Side 98

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 98
96 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 undir átökum sértrúarhópa á öllum stigum, á heimaslóðum, innan þjóðríkja og svæðis- bundið. Þetta gerist allt á sama tíma og Obama forseti endurtekur í sífellu innantómu möntruna: Íslam er trú friðar.“ Ferguson hafnar því með öðrum orðum að réttmætt sé fyrir Obama að líkja sér við raunsæismennina Nixon og Reagan sem hafi kunnað að semja af styrkleika. Bandaríkjastjórn hafi ekki þann styrk nú sem þurfi til að semja við Írani og halda stöðu sinni sem óskoruðu forysturíki. Þetta er einn af meginþáttum hinnar breyttu heimsmyndar sem Jón Ormur lýsir í bók sinni, um hann er deilt eins og allt annað. Hann segir á bls. 56: „Í flóttamannabúðum í Palestínu, Líbanon, Jórdaníu og Sýrlandi sem hýsa fjórar kynslóðir á þjóð á flótta undan þjóðernis- hreinsunum Ísraela virðist bandaríski fáninn ekki heldur það frelsistákn sem hann var við Checkpoint Charlie í Berlín eða við herstöðvar Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu. Þetta eru ömurlegir staðir þar sem hervaldi og niðurlægingu er beitt af einbeittum vilja og með kerfisbundnum hætti til að slökkva alla von hjá einni kynslóðinni enn. Grimmd þessa hernáms og niðurlægingin sem henni fylgir er enn meiri í návígi en nokkur mynd getur sýnt. Allt þetta hefur einkar einbeittur stuðningur Bandaríkjanna gert mögulegt.“ Nokkru síðar á sömu síðu nefnir hann til sögunnar nokkur lönd í Suður-Ameríku og segir að þar sé að „finna grafir þúsunda saklausra ungmenna sem drepin voru af dauðasveitum á snærum einræðisstjórna þessara landa á tímum Richards Nixon og Ronalds Reagan í Banda- ríkjunum. Sá hernaður gegn mannréttindum, verkalýðsfélögum og lýðræði var beinlínis gerð- ur mögulegur með einbeittri aðstoð Banda- ríkjanna. Menn deila enn um einstök atvik í einstökum löndum en tæpast lengur um þessa almennu niðurstöðu.“ Þarna er skugga varpað á Bandaríkjamenn og tvo forseta þeirra með aðferð sem varla er talin fræðilega vönduð. Hér um að ræða dóm án raka og kaflar í þessum dúr eru blettur á bókinni. Má auðveldlega flokka þetta undir óvild í garð Bandaríkjanna og Ísrael. Að lemja á Bandaríkjamönnum og Ísraelum er gamalkunn- ugt stef og minnir á tilraunir á tímum kalda stríðsins til að sanna að Bandaríkin væru heldur verra risaveldi en Sovétríkin. Kjarna málsins í hinum breytta heimi lýsir Jón Ormur hins vegar á þennan veg (bls. 252): „Bandaríkin eru sterkasta ríki heimsins á öllum þeim fimm sviðum sem núorðið skipta mestu í alþjóðamálum. Þau eru sterkasta herveldi heimsins og búa yfir meira mjúku valdi en nokkurt annað ríki. Þau eru sterkasta efnahagsveldi heimsins og búa yfir sterkari hugmyndafræðilegri sýn á heiminn en flestir eða allir keppinautar þeirra. Og það sem skiptir ekki minnstu máli í heimi samtímans, Bandaríkin eru í miðju þeirra fjölmörgu og óraflóknu alþjóðlegu neta þar sem gangur margra alþjóðamála ræðst.“ Af þessum orðum má ráða að Jón Ormur er raunsær í mati sínu á því sem mestu skiptir við skilgreiningu á stöðu alþjóðamála á líðandi stundu hvað sem líður hollustu hann við „frjálslynda skólann“. Fræðikenningar koma að gagni sem leiðarhnoð en þær ráða ekki ferðinni. Hið sama á við nú og á tíma kalda stríðsins að þjóðir óska eftir samstarfi við Bandaríkjamenn til að tryggja öryggi sitt. Átökin sem hófust í Úkraínu vorið 2014 hafa á skömmum tíma gjör- breytt öllu starfi NATO svo að dæmi sé tekið. Þar er öll áhersla nú á sameiginlegar varnir undir forystu Bandaríkjamanna. Í alþjóðamálum er ekki fyrir hendi neinn algildur mælikvarði um réttmæti kenninga og skoðana frekar en í stjórnmálum almennt. Með bókinni Breyttum heimi birtir Jón Ormur Halldórsson skoðun sína og afstöðu. Tíminn einn leiðir í ljós hver framvindan verður en með bók sinni auðveldar hann lesandanum skilning á hvert stefnir. Ferguson hafnar því með öðrum orðum að réttmætt sé fyrir Obama að líkja sér við raunsæismennina Nixon og Reagan sem hafi kunnað að semja af styrkleika. Bandaríkjastjórn hafi ekki þann styrk nú sem þurfi til að semja við Írani og halda stöðu sinni sem óskoruðu forysturíki. Þetta er einn af meginþáttum hinnar breyttu heimsmyndar sem Jón Ormur lýsir í bók sinni, um hann er deilt eins og allt annað.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.