Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 10

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 10
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 9 ákveðnir einstaklingar væru komnir með skotleyfi á forsetaembættið, án þess að forseti svaraði fyrir sig. Sagðist hann ekki endilega viss um að það væri æskileg skipan í hinu fjölþætta þjóðfélagi líðandi stundar að forseti héldi sig til hlés við þær aðstæður. Ákallið til Ólafs Ragnars um að hann hafnaði fjölmiðlalögunum var háværast frá fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar með Fréttablaðið í broddi fylkingar. Lét for- seti að lokum undan þrýstingi fjármála- og fjölmiðlamannsins og naut stuðnings Jóns Ásgeirs og miðla hans til að halda áfram sem forseti. Ólafur Ragnar segist nú ætla að greina frá því 1. janúar 2016 hvort hann gefi enn á ný kost á sér sem forseti í kosningunum í lok júní 2016, þegar hann hefur setið 20 ár í hinu háa embætti. Hér skal engu spáð um hvað hann segir í nýársávarpinu en margt bendir til að hann láti slag standa enda er forsetavafstrið líf hans og yndi. Nú hefur hann hins vegar allt aðra á bakvið sig sem stuðningsmenn en Jón Ásgeir og fjölmiðla hans. Þetta birtist greinilega í leiðara Frétta- blaðsins laugardaginn 21. nóvember 2015 sem aðalritstjóri Jóns Ásgeirs, Kristín Þor- steinsdóttir, ritaði. Þar sagði meðal annars: „Forsetinn er pólitískt kamelljón. Þegar hann tók við embætti árið 1996 hafði hann nýverið látið af störfum sem formaður Alþýðubandalagsins, en hafði áður verið í Framsókn með millilendingu í Möðruvalla- hreyfingunni og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Kjör Ólafs þótti ósigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á síðari árum hefur Ólafur Ragnar sótt stuðning í raðir fyrri andstæðinga. Mestu réð líklega framganga hans í Icesave- málinu. Þar spilaði hann ítrekað rússneska rúllettu og slapp. Það var hans sigurstund og mesta afrek að margra dómi. En að því var lengri aðdragandi. Vinstrimaðurinn Ólafur Ragnar var á árunum fyrir hrun dyggur stuðningsmaður viðskiptalífsins og þótti mörgum nóg um. Ólafi tókst að vinna sér nýtt bakland og skipta um fylgi. Dæmigert fyrir hið pólitíska kamelljón. […] Þeim sem fylgst hafa með ferli Ólafs Ragnars kemur ekki á óvart að forsetinn sé áberandi og marki sér vígstöðu í málefnum nú þegar styttast fer í [forseta]kosningar. Við höfum séð það áður. Hins vegar er nýlunda að forsetinn velji sér svo eldfimt og popúlískt mál [hryðjuverkaárásina í París 13. nóvember 2015] til að auka vinsældir sínar. Forsetinn sem áður var framsóknarmaður og síðar sósíalisti hefur lokið för sinni. Hann hefur nú spannað allt hið pólitíska litróf. Íslendingar eiga að vera vakandi fyrir hryðjuverkaógninni eins og aðrar þjóðir. En talsmenn þjóðarinnar mega ekki ala á sundrungu og úlfúð til að tryggja sér fylgi þeirra óttaslegnu. Jafnvel þótt eitt kjörtímabil til sé í húfi.“ Þessi atlaga að Ólafi Ragnari er umhugsun- arverð af tveimur meginástæðum: (1) að látið er eins og jafnvel Fréttablaðinu hafi þótt nóg um þegar forsetinn gekk erinda viðskiptalífsins, aldrei gekk hann þó lengra en í þágu eigenda Fréttablaðsins; (2) að Ólafur Ragnar stundi hræðsluáróður sér til framdráttar og sundri þjóðinni með því að vara við hættunni af íslömskum öfgamönnum. Raunsæi í öryggismálum var ekki höfuðeinkenni utanríkisstefnu Ólafs Ragnars á tíma kalda stríðsins. Að hann leitist við að tileinka sér það á efri árum er fagnaðarefni en ekki tilefni lúalegra árása. Björn Bjarnason er fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og var menntamálaráðherra og síðar dómsmálaráðherra. Raunsæi í öryggismálum var ekki höfuðeinkenni utanríkisstefnu Ólafs Ragnars á tíma kalda stríðsins. Að hann leitist við að tileinka sér það á efri árum er fagnaðarefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.