Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 20

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 20
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 19 Þetta er sagt m.a. í því ljósi að rekstur RÚV hefur um margt einkennst af stefnuleysi og óstjórn. Um leið og skýrslan var birt opinber- lega í lok október var hins vegar hjólað beint í manninn af álitsgjöfunum og starfsmenn RÚV héldu uppi samfelldum áróðri gegn skýrslunni og spöruðu ekki stóru orðin. Minna fór fyrir umræðum um staðreyndir sem dregnar eru fram í skýrslunni. Því hefur meira að segja verið haldið fram að í skýrslunni séu alvarlegar villur en ekkert hefur ennþá komið fram sem gefur tilefni til leiðréttinga af hálfu skýrsluhöfunda. Illugi Gunnarsson fær prik fyrir að ráðast í skýrsluskrifin en á eftir að sýna að hann dragi réttan lærdóm af henni. Fyrstu viðbrögð lofa ekki góðu; svar hans er að setja meira fé í RÚV þvert á megin niðurstöðu skýrslunnar. Vandi RÚV liggur fyrir og hefur lengi legið fyrir og RÚV skýrslan dregur skilmerkilega fram aðalatriðin um tilurð hans og umfang. Í skýrslunni er góð greining á stöðunni sem duga ætti til að taka réttar ákvarðanir. Í fyrsta sinn er til að mynda gerður samanburður á framlögum RÚV og erlendra systurstofnana svo og rekstrarkostnaður borinn saman við 365 miðla. Helstu niðurstöður skýrslunnar: • Rekstur RÚV ohf. frá stofnun félagsins árið 2007 hefur ekki verið sjálfbær. Gjöld hafa verið meiri en tekjur á tímabilinu í heild og hallarekstur verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. • Heildartekjur á íbúa eru talsvert umfram meðaltal erlendra systurstofnana og ein fárra sem er einnig á auglýsingamarkaði. • Frá stofnun RÚV sem ohf. hefur rekstrar- kostnaður verið 5,4 milljarðar á ári á föstu verðlagi. Um leið og skýrslan kom fram í lok október var hins vegar hjólað beint í manninn af álitsgjöfunum og starfsmenn RÚV héldu uppi samfelldum áróðri gegn skýrslunni og spöruðu ekki stóru orðin, en minna fór fyrir umræðum um staðreyndir sem dregnar eru fram í skýrslunni. Því hefur meira að segja verið haldið fram að í skýrslunni séu alvarlegar villur en ekkert hefur ennþá komið fram sem gefur tilnefni til leiðréttinga af hálfu skýrsluhöfunda. Friedman hélt fram þeirri kenningu að stjórnmálamenn hafi 6-9 mánuði í upphafi kjörtímabilsins til að ráðast í þær lykilaðgerðir sem þeir sem telja nauðsynlegar. Þetta eru hveitibrauðsdagarnir áður en menn festast í „sjálf- heldu sérhagsmuna“, og „tyranny of the status quo“ nær yfirhöndinni. Stjórnmálamenn leita í þessi störf til að koma á breytingum en fæstir átta sig á því fyrirfram hversu kraftar kyrrstöðunnar eru sterkir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.