Þjóðmál - 01.12.2015, Page 21

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 21
20 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 • Nær samfelldur hallarekstur hefur verið fjármagnaður með aukna ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana • Einfaldur samanburður talna við hluta sjónvarps- og útvarpsrekstrar 365 Miðla sýnir að rekstrarkostnaður RÚV er mun hærri. • Rekstrarvandi RÚV er fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. • Miklar breytingar eru í neytendahegðun, sem koma fram í miklum samdrætti í áhorfi á hefðbundna sjónvarpsdagskrá, sérstaklega hjá ungu fólki. Mikilvægt er að endurskoða þjónustuhlutverk RÚV í ljósi þessarar þróunar Heimild RÚV skýrslan Meginvandi RÚV er og verður að óbreyttu að reksturinn kostar of mikið. Eina raunhæfa leiðin til úrbóta er í fyrsta lagi að viðurkenna vandann sem hefur verið líst á glöggan og afgerandi hátt. Ráðherra ber að bregðast við með því að krefjast áætlunar um að „skala” fyrirtækið niður í eðlilega stærð sem gæti verið nær 3-3,5 milljarða veltu. Sú aðlögun að breyttum veruleika tekur á, kallar á uppsagnir og allsherjar endurmat. Aðlögunin er hins vegar óumflýjanleg. Útvarp sumra landsmanna Um leið og sýnt er að rekstrarumgjörð RÚV er ekki sjálfbær og úr samhengi við veruleikann Meginvandi RÚV er og verður að óbreyttu að reksturinn kostar of mikið. Eina raunhæfa leiðin til úrbóta er í fyrsta lagi að viðurkenna vandann sem nú hefur verið líst á glöggan og afgerandi hátt. Ráðherra ber að bregðast við honum með því að krefjast áætlunar um að „skala” fyrirtækið niður í eðlilega stærð sem gæti verið nær 3-3,5 milljarða veltu. Sú aðlögun að breyttum veruleika tekur á, kallar á uppsagnir og alls herjarendur endurmat. Aðlögunin er hins vegar óumflýjanleg.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.