Þjóðmál - 01.12.2015, Page 23

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 23
22 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 samning við RÚV sem rann út 2013. Þjónustusamningurinn er grundvöllur fjármögnunar og á að skilgreina hlutverk. 2. Þar sem ekki er í gildi þjónustusamningur segist Ríkisendurskoðun ekki geta rann- sakað stöðu félagsins, grundvöllinn til að bera saman við vantar ! 3. Þar sem ekki er gildi þjónustusamningur segist Fjölmiðlanefnd (sem núverandi menntamálaráðherra sagðist reyndar ætla að leggja niður) ekki heldur getað sinnt sinni skyldu! 4. Vegna ríkisstyrkja á samkeppnismarkaði fjölmiðla er RÚV m.a. bundið af því að gera nákvæmlega grein fyrir því hvernig ríkisstyrknum er varið. Félagið hefur því miklu ríkari skyldur um gagnsæi en einkamiðill. Samt er ekki upplýst hvað Sjónvarpið kostar, né Rás 1 eða Rás 2. 5. Það er erfitt að gera upp á milli en hlægi- legasta dellan er „þagnarskyldan“ sem RÚV ber við vegna þess að það er með skráð skuldabréf í Kauphöll. Með þessari máls- vörn hefur RÚV tekist að komast hjá því að gefa fjárlaganefnd réttar upplýsingar, birta ekki rekstraráætlanir eða upplýsing- ar um stöðu málsins. Í örstuttu máli þá heldur þessi vörn alls ekki. Það er ekkert sem bannar RÚV að birta upplýsingar oft og mikið af þeim. Það þarf aðeins að fara eftir ákveðnum leikreglum og gæta þess að upplýsa alla á sama tíma. Það er síðan annað mál hvernig mönnum datt í hug yfir höfuð fjármagna félagið með skráðum skuldabréfaflokki. 6. Ohf. væðing RÚV voru mistök. Ekki verður séð að neinn ávinningur hafi orðið af þeirra breytingu, kannski var þetta bara tískubóla 2007. Verst er að með hluta- félagaforminu fjarlægist félagið/stofnunin fulltrúa eigandans í menntamálaráðuneyt- inu. Áður hafði ráðuneyti þó hið minnsta

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.